Grænmetissúpa frá Haití

Stundum tekur maður misvitrar ákvarðanir í eldhúsinu.  Ég tók eina slíka í gær ...

Ég ákvað að gera súpu í gær, og eftir nokkra leit og innlit í ískápinn ákvað ég að prófa haitíska uppskrift að súpu með smjörhnetu og fleira girnilegu.

Eitt af því sem í súpunni átti að vera voru negulnaglar.

Nákvæmlega þá áttu að vera 2 negulnaglar þar sem ég þurfti að meir en helminga uppskriftina ...

Þessa tvo negulnagla átti að setja í chillí pipar.

Gerið ykkur grein fyrir því að það er engin symmetría í að setja 2 negulnagla í stóran chillí pipar?

Það kom þess vegna ekki annað til greina en að setja aðeins fleiri en 2 negulnagla.

Aðeins eins og í 5 negulnagla.

Fallegt ekki satt? :-)

Mér fannst þetta yndislegt!  

Hafði sömuleiðis enga trú á að þetta myndi hafa nein teljandi áhrif á bragðið.

Ég hafði verulega rangt fyrir mér!

Ekki nota fleiri en í mesta lagi 2 negulnagla þegar þið prófið þessa uppskrift!

Uppskriftin er eftirfarandi ... fyrir 2-3
1 lítil smjörhneta (ca. 3 1/2 dl)
5 dl vatn
Salt og pipar
1 chilli pipar, rauður
2 negulnaglar
3 litlar gulrætur eða 1-2 stórar 
1/2 gulrófa
1/2 hvítkálshaus
1/4 tsk múskat
1 msk sítrónusafi
Spagettí eða tagliatelle
1/4 dl steinselja

Byrjaði á að skera smjörhnetuna í litla bita

og skellti svo í pott ásamt vatninu ... 

tók svo til chillí piparinn og stakk í hann negulnöglunum
Athugið notið eingöngu tvo!!

Skellti svo chillí piparnum ásamt negulnöglunum
og smá salti og pipar í pottinn og leyfði suðunni
að koma upp - leyfði að sjóða í u.þ.b. 15 mínútur

Á meðan var tækifæri til að skera grænmetið ...
Byrjaði á að hreinsa gulræturnar

og skar þær svo í þunnar sneiðar

Þá var það rófan ...

sem ég skar eins og smjörhnetuna í litla bita

Að lokum var það svo grænkálið

sem ég svo skar sömuleiðis í litla bita!

Á meðan var smjörhnetan orðin mjúk og tími til að nota ...

töfrasprotann :-)
Byrjaði samt á að fiska chillí-ið upp úr pottinum.

Alger snillld!
En auðvitað er líka hægt að skella súpunni úr pottinum
og í matvinnsluvél eða blandara ...
ég bara elska töfrasprotann!

Þegar súpan var orðin slétt og fín var lítið annað eftir
en að skella grænmetinu út í pottinn 

ásamt smá múskati

og sítrónusafa

og hræra öllu vel saman og leyfa að sjóða í sirka 10 mín

Á meðan nýtti ég tækifæri og saxaði steinseljuna

Skellti svo tagliatelli-inu út í,
ásamt steinseljunni

og leyfði að sjóða þangað til pastað var soðið

og voilá, þessi ágæta súpa tilbúin!

Sko! Ég verð að viðurkenna að negulnaglabragðið eyðilagði svolítið súpuna - en hún reyndist nú samt nokkuð skemmtilegt.  Allt öðruvísi bragð en ég á að venjast og ég er eiginlega alveg sannfærð um að ef ég hefði ekki farið á þetta negulnaglafyllerí þá hefði hún verið frábær!  Eeeeen ég verð eiginlega að prófa hana aftur áður en ég gef henni endanleg meðmæli - en skemmtileg súpa var þetta samt sem áður!

Meira síðar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Uuuu... Sko Albertína... Þetta sem er á myndinni heitir hvítkál en ekki grænkál ;)
http://www.nature.is/frettir/1819/
En lítur annars vel út, gæti alveg hugsað mér að smakka!

Kveðja,
Hrefna