Eggjasalat með dilli

Það er fátt sem mér finnst betra ofan á brauð en gott eggjasalat og þess vegna finnst mér líka gaman að prófa mig áfram með mismunandi uppskriftir.

Ég prófaði nýtt eggjasalat um daginn sem er jafnframt fáránlega einfalt, ég elska einfalt :-)

Uppskriftin er eftirfarandi ... 
8 egg
1 3/4 dl majónes
1 tsk dijon sinnep
Salt og hvítur pipar
2 msk dill
Byrjaði á að harðsjóða eggin í sirka 12 mínútur,
skellti svo pottinum í vaskinn og lét renna kalt vatn
eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

Svo var að taka þau úr pottinum ...

og brjóta skelina utan af

Notaði svo hníf til að skera þau í tvennt 

og tók eggjarauðurnar úr ...

og setti til hliðar

skar svo eggjahvíturnar í litla bita og
muldi svo eggjarauðurnar niður

og blandaði svo báðu saman í skál 
ásamt majónesinu ...

og sinnepinu ...

og dillinu og saltinu og piparnum ...

svo notaði ég einfaldlega skeið til að blanda öllu 
vel saman og úr varð fínasta eggjasalat
á aðeins 15 mínútum!

Þetta salat kom mér skemmtilega á óvart, sérstaklega þar sem ég hef aldrei verið neinn sérstakur dill-aðdáandi en það reyndist bara gott í þessari blöndu - skemmtilegt eggjasalt, geri það eflaust aftur við tækifæri :-)  

Meira síðar.

Ummæli