Súkkulaðikaka fyrir hnetusmjörsaðdáendur

Það er fátt betra á sunnudegi en að gera og borða góða súkkulaðiköku.  Í þetta skiptið varð fyrir valinu brownies með hnetusmjöri ... nammi namm hnetusmjör! Þessi er algerlega eðal fyrir hnetusmjörsaðdáendur og tiltölulega fljótleg (fyrir utan að þurfa að vera í ofninum í ca. 30-40 mínútur).

Uppskriftin var eftirfarandi ...
115 gr smjör
60 gr 70% súkkulaði
110 gr suðusúkkulaði
1 3/4 dl sykur
3 egg
2 tsk vanilludropar
1 1/2 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
4 msk smjör
1-1 1/2 dl flórsykur
1 3/4 dl hnetusmjör
1 tsk vanilludropar


Byrjaði á að bræða smjörið í potti ...

Bætti svo súkkulaðinu út í og bræddi með smjörinu

Hellti svo súkkulaðismjörblöndunni í skál og bætti
sykrinum út í ... hrærði vel saman með handþeytara

Bætti svo eggjunum þremur út í og þeytti aftur vel

Svo voru það vanilludroparnir ...

og hveitið og lyftiduftið ...

Allt hrært vel saman og skálin svo sett til hliðar.

Önnur skál var þá dregin fram og flórsykurinn settur í 

ásamt hnetusmjörinu, 

og bræddu smjöri (4 msk) og vanilludropum.

Notaði svo einfaldlega gaffal til að hræra öllu saman
þangað til að það myndaðist silkimjúk blanda. 

Tók svo súkkulaðideigið og setti sirka helminginn í form

Notaði svo matskeið til að setja hnetusmjörsklessur
ofan á súkkulaðideigið

Setti svo restina af súkkulaðideiginu ofan á og 
dreifði vel úr því með sleikju.

Setti svo restina af hnetismjörsdeiginu ofan á 

og notaði svo gaffal til að dreifa úr þessu öllu.

Svo var bara að skella kökunni inn í ofn við 160°C.
Ég var með hana inni í ofninum í 45 mínútur sem
var aðeins of mikið - 30-35 mínútur er alveg nóg :-)

En góð var hún samt!  En athugið að ykkur þarf að líka við hnetusmjör til að elska þesa köku!  Einföld og skemmtileg kaka, virkilega bragðgóð og bragðrík, sæt þrátt fyrir ekkert of mikinn sykur - hnetusmjörið gerir mikið fyrir bragðið!

Meira síðar.

Ummæli

Guðrún sagði…
girnó!
En blandaðirðu s.s. hnetusmjörsblöndunni saman við súkkulaðiblönduna í forminu eins og maður gerir með marmaraköku?
Vestfirðingurinn sagði…
Jább, þetta er mjög líkt marmarakökunni, en fer ekkert djúpt ofan í deigið með gaffalinn, bara rétt yfir yfirborðið :)