"Subway" smákökur

Eins og eflaust margir aðrir er ég einlægur aðdáandi smákaknanna á Subway og því var verkefni sunnudagsins að reyna að búa til sambærilegar smákökur hérna heima.

Eftir miklar vangaveltur og mikla yfirlegu yfir allskonar uppskriftum endaði þetta svona ...

Uppskriftin var eftirfarandi ... sirka 20 kökur
230 gr smjör
1 tsk matarsódi
4 1/2 dl hveiti
2 dl púðursykur
1 dl sykur
1 tsk salt
1 msk vanilludropar
1 egg
1 eggjarauða
4-5 smartíspakkar (ég notaði bara 3 og það reyndist of lítið)

Byrjaði á að skera smjörið (sem var við herbergishita)
í bita og setti í matvinnsluvélina


Bætti svo púðursykrinum út í,

sem og strásykrinum ... blandaði öllu svo vel saman

Þegar allt hafði blandast vel saman bætti ég saltinu ...

og matarsódanum ...

og vanilludropunum út í ... og þeytti saman.
Bætti svo eggjunum út í og þeytti vel og vandlega
(á þessum tímapunkti voru gestirnir komnir og
ég gleymdi að taka mynd af eggjunum :-)

Þá var smartís-inu bætt út í og blandað saman við deigið

og svo að lokum hveitinu þannig að það myndaðist ...

... myndarleg deigklessa :-) 

Notaði svo matskeið til að búa til hæfilega stórar
kúlur sem ég flatti svo út með puttunum.
Skellti þeim svo inn í ofninn við 180°C blástur 
í sirka 12 mínútur (+/- 1 mínúta).

Þessar heppnuðust satt best að segja svo vel að kökurnar kláruðust áður en ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt að taka mynd af þeim eftir að þær komu út úr ofninum!  En ég held að það séu einmitt betri meðmæli með uppskriftinni en nokkuð annað :-)

Meira síðar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Kökurnar voru mjög góðar. Takk kærlega fyrir okkur.

Bragi, Bryndís og Axel Vilji