Pasta með Philly Cheese Steak ívafi

Ég er alltaf að reyna að borða hollt, með mikla áherslu á reyna en eins og mannlegt er þá gengur það misvel.  Mér finnst til dæmis pasta rosalega gott, mér finnst ostur æði og já, syyyyyyykur er orkugefandi og góður í hófi - já, er ekki allt gott í hófi?

Nema hvað, ég íhugaði lengi vel að prófa að gera Philly Cheese Steak í kvöldmat í gær en eftir miklar vangaveltur (og þá staðreynd að ég átti ekki kjöt og nennti ekki út í búð) þá ákvað ég að nota uppskriftina samt sem áður nema sleppa kjötinu og sleppa brauðinu og búa einfaldlega til ostasósuna og og sjóða svo spagettí með.

Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir 2
4 stórir sveppir
1/2 stór rauð paprika
1 laukur
1/4-1/2 grænmetisteningur
1/2 dl vatn
2 tsk óreganó
Pipar
1 msk sojasósa
1/2 Brie ostur
4 ostsneiðar

Skar laukinn í þunnar sneiðar

Sveppina líka í sneiðar

Og surprise surprise ... paprikuna líka

Skellti svo lauknum á pönnuna og leyfði honum að mýkjast

Skellti svo sveppunum og paprikunni á pönnuna

Heeelling af oreganó og pipar

Snöggsteikti þetta í ca. 5 mínútur

Hellti svo vatninu út á pönnuna ásamt teningnum

og sojasósunni og leyfði suðunin að koma upp.

Tók svo hálfan brie og skar í bita

og skellti út á pönnuna og hrærði vel saman við

Skar svo ostsneiðar og lagði yfir og leyfði þessu að 
hitna vel í gegn, við lágan hita

Voilá!

Svo var bara að skella spagettíinu í pönnuna 

og blanda öllu vel saman og kvöldmaturinn tilbúinn!

Þetta var eiginlega bara rosalega gott!  Líklega jafnvel betra með villisveppum og jafnvel enn betra með smá steikarbitum eeeen namm, þetta var æði :-)  Jafnvel betra í hádeginu - en ég er í hádegismatarátaki og er því allur matur nú hugsaður þannig að ég geti tekið hann með mér í vinnuna ... fylgist spennt með!

Meira síðar.

Ummæli