Mangókjúklingur

Ég skellti í eðalgóðan kjúklingarétt um daginn - eiginlega svo góðan að mig langar í meira!


Pælingin hjá mér var að nota eldaðar kjúklingabringur sem ég átti inn í ískáp og eftir nokkra yfirlegu ákvað ég að prófa þessa uppskrift ...

2 kjúklingabringur
2 tsk rifiið engifer
1 rautt chillí
1/2 dl limesafi
1 tsk sykur
2 kaffir lime lauf
2 mangó
1 dl ólífuolía
1/2 gúrka
50 ml hrísgrjónaedik
2 lúkur rúkóla
Ferskt kóriander

2 fínustu kjúklingabringur - 
afgangurinn af ítalska kjúklingnum 

Notaði tvo gaffla til að rífa kjúklinginn í bita

Kjúklingurinn niðurrifinn :-)

Svo var ekkert annað að gera en að rífa engiferið 
og setja það svo í í stóra skál 

Ásamt hvítlauknum ...

hrísgrjónaedikinu ...

lime-safanum ...

Sykurinum ... uppskriftin sagði 1 msk 
eeeeen aldrei þessu vant lét ég 1 tsk duga :-)

Svo voru það kaffir limelaufin, en ég notaði
puttana til að mylja þau niður

Skar svo chillí-ið í þunnar sneiðar.
Notaði gaffal til að blanda öllu saman.

Svo var bara að bæta kjúklingnum út í 

og blanda öllu vel saman

Skellti svo plasti yfir skálina og 
leyfði þessu að standa í klukkustund í ískápnum

45 mínútum seinna var svo að undirbúa restina af salatinu.
Byrjaði á að skera annað mangóið í bita
og skellti í matvinnsluvélina ...

ásamt smá olíu.  
Verð að vekja athygli ykkar á mikilvægi þess að 
nota góða ólífuolíu og/eða jafnvel nota matarolíu
ef ykkur þykir ekki ólífuolíubragðið gott

Svo var bara að púrra þetta saman vel og vandlega

Tók svo kjúklinginn upp úr mareneringunni ...

skellti mangópúrré-inu út í mareneringuna ...

og blandaði vel saman.  Setti svo til hliðar.

Tók svo fram hitt mangóið og skar í munnbita

Skar gúrkuna í þunnar sneiðar og setti ásamt
mangóinu í stóra skál

Bætti svo út í rúkólanu, þurrkuðu kóriender 
(átti því miður ekki ferskt ...)
og svo svolítið af mangópúrré-inu

Svo var bara að skella kjúklingnum út í skálina
og blanda öllu saman ...

og síðast en ekki síst!
Borða og njóta.

Þessi reyndist virkilega góður - mæli óhikað með þessari uppskrift, ferskur og skemmtileg leið til að nota afganga :-)

Meira síðar.




Ummæli

Nafnlaus sagði…
Namm... Tetta er mjøøg girnilegt :)
Kvedja,
Hrefna