Geggjað millimálanammi!

Eins og líklega flestir þá verð ég oft alveg hrikalega svöng á milli tíu og ellefu á morgnanna og þá vantar mig eitthvað þægilegt að grípa í, sérstaklega þegar ég er í vinnunni - því það er alltof einfalt að fá sér bara brauð eða eitthvað slíkt og það er eiginlega ekkert sérstaklega gott og alls ekki spennandi til lengdar :-)

Ég hef þó fundið þetta líka fullkomna millimálanammi og deili því með ykkur hér ...


Uppskriftin var eftirfarandi ... dugar í eina plötu
1 poki pekanhnetur
1 dl sólblómafræ
1 poki graskersfræ, ristuð og söltuð
1 poki möndlur
4 dl haframjöl
4 dl Rice Krispies 
1 dl hnetusmjör
1 dl púðursykur
1 dl sýróp (t.d. hægt að nota agave sýróp ... átti það bara ekki og er eiginlega alveg sama :-)
1 tsk vanilludropar

Byrjaði á að hakka pekanhneturnar og setja í stóra skál

Bætti svo sólblómafræjunum út í skálina

og graskerjsfræjunum ...

haframjölinu ...

og rice krispies ...

og að lokum hakkaði ég möndlurnar og bætti saman við.
Auðvitað skiptir engu máli í hvaða röð þetta er gert ...

Því svo hrærir maður öllu saman með sleif!

Tók svo fram djúpa pönnu og skellti í hana
hnetusmjöri og púðursykri ...

og svo sýrópi ... mmmm ...
Svo var bara að setja að meðalhita og hræra öllu saman

og þegar sykurinn hafði bráðnað bætti ég 
vanilludropunum út í og hrærði vel

Svo var bara að hella karamellunni út í skálina 
og hræra vel og vandlega!

Nammi namm!  

Svo var bara að hella úr skálinni á sílikonmottu
eða smjörpappír og dreifa vel úr og leyfa að kólna.
Þetta þarf að gera sæmilega hratt því þetta stífnar hratt!

Auðvitað má nota hvaða hnetur sem er og jafnvel bæta út í rúsínum eða einhverju slíku (mér finnst rúsínur ekkert spes og nota þær þess vegna ekki sjálf :-) - Satt best að segja notaði ég eiginlega bara hnetur sem voru til í hnetuskúffunni, en ég verð algerlega að mæla með ristuðu og söltuðu graskersfræjunum því þau gera hrikalega mikið fyrir bragðið!

Þetta var alger snilld - eiginlega hættulega gott :-)  Það besta var samt að þetta var raunverulega orkugefandi og virkilega hressandi.  Tók þetta með mér í ferðalag svo á fimmtudag og föstudag og þetta bjargaði mér algerlega eftir margar klukkustundir á erfiðum vegum!  Þetta verður algerlega gert aftur í vikunni til að eiga næstu vikuna og svo aftur og aftur og aftur!  

Meira síðar.

Ummæli

Bíddu bíddu, enginn bakstur? bara látið kólna og þá er það klárt?
Vestfirðingurinn sagði…
Jábbs, alveg satt - enginn bakstur, bara látið kólna og reyna að borða það ekki upp til agna á meðan :)
Nafnlaus sagði…
Snilld..langar einmitt í e-h svona millimálahafrasnakk :) en ég er með hnetuóþol og get þess vegna ekki notað hnetur, möndlur og ekki heldur stór fræ ( það er huglægt óþol ) þannig að haframjöl og hvað ???
Kv.Harpa Hall
Vestfirðingurinn sagði…
Úff, óheppin þú kæra Harpa! Haframjöl, Rice Krispies, rúsínur, þurrkaðar apríkósur, döðlur auðvitað, þurrkuð trönuber eru alltaf góð. Geturðu borðað þurrkaða kókoshnetu eða sojahnetur? Svo er líka sniðugt að nota brotnar saltstangir eða saltkringlur :)