Súkkulaðihjúpaðar formkökur

Ég skellti í ævintýralegar formkökur í fyrradag, uppskrift sem ég held að sé reyndar upprunalega frá Mörthu Stewart ... gaman af því!

Nema hvað, þetta var alveg pinku spennandi uppskrift sem fól í sér allskonar ævintýri, t.d. að þeyta saman eggjahvítur ofan á sjóðandi vatni og dýfa svo bráðið súkkulaði og láta ekkert detta og drukkna í súkkulaðinu :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ... dugar í ca. 12-15 formkökur
Kökurnar
85 gr 70% súkkulaði
2 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
113 gr smjör, mýkt
1 dl vatn
3 dl sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
1 dl sýrður rjómi

Krem
4 dl sykur
3 eggjahvítur
1/4 tsk cream of tartar
1/2 dl vatn
1/2 tsk möndludropar

Súkkulaðihjúpur
340 gr suðusúkkulaði
3 msk matarolía

Byrjaði á að bræða 70% súkkulaðið í örbylgjuofninum

Á meðan setti ég hveitið í skál, ásamt lyftidufti

og matarsóda.

Notaði svo gaffal tli að blanda þessu öllu saman,
setti til hliðar

Voilá, örbylgjan er bara sniðug :-)

Tók svo aðra skál og skellti þar saman sykrinum og
smjörinu (sem ég gleymdi að taka út úr ískápnum og 
skellti því örstutt í örbylgjuna á lágum styrk),
þeytti sykurinn og smjörið saman

Bætti svo bráðna súkkulaðinu út í sykur/smjörblönduna
og hélt áfram að þeyta saman

Bætti svo vanilludropunum út í,

ásamt sýrða rjómanum og þeytti aðeins meira.

Bætti svo helmingnum af hveitinu saman við og þeytti 
örlítið meira ...

svo að lokum fór vatnið út í og ...

restin af hveitinu ... allt þeytt vel saman 

og allra síðast eggin tvö, 
sem ég var næstum búin að gleyma :-)

Þeytti þessu öllu vel saman 
þar til úr varð létt og ljóst deig
(sjáið þið kolkrabbann?)


Tók svo til fínu sílikonformin mín og skellti
á ofnplötu ...

og fyllti þau svo með deigi ...
VARÚР
Ekki fylla þau jafn mikið og ég gerði!

Því þá endar þetta svona :-)  
Skellti þessu sem sagt inn í ofn með 
stillt á blástur og 180°C hita.
En ég lét þetta ekkert á mig fá og braut deigið einfaldlega
utan af og notaði það til að fylla upp í þar sem
holur höfðu myndast ...
Tók þær af plötunni og leyfði þeim að kólna.

Þá var að gera kremið ... 

Byrjaði á að setja saman í skál; 
eggjahvíturnar, sykurinn og vatn 

og smá cream of tartar

Þeytti öllu saman í smá stund (sirka 1 mínúta)

Tók svo til pott og setti smá vatn í og leyfði suðunni
að koma upp og lækkaði svo niður, enda átti
vatnið rétt að krauma ...

svo skellti ég skálinni einfaldlega ofan á pottinn og 
hélt áfram að þeyta kremið ...

og aðeins meira ...

öööööörlítið meira (sirka 12 mínútur) ...

og að lokum var þetta tilbúið - orðið vel klístrað
og toppar farnir að myndast

Þá var bara að skella möndludropunum saman við,
mun líklega setja aðeins minna af dropum næst,
en það er bara vegna þess að ég er ekkert mikill 
aðdáandi möndludropa :-)

Skellti kreminu svo í sprautupoka og sprautaði kreminu
ofan á formkökurnar ... slatti á hverja köku
og náði nokkuð hátt upp í loftið.
Skellti þeim svo inn í ískáp í ca hálftíma

Að lokum var það súkkulaðihjúpurinn!

Skellti súkkulaðinu í djúpa skál,
átti ekki nóg suðusúkkulaði 
þannig að ég notaði líka mjólkursúkkulaði sem ég átti

Bætti matarolíunni út í 

og skellti þessu svo einfaldlega í örbylgjuna 
við lágan hita ... tók út reglulega til að hræra í

Að lokum var allt súkkulaðið bráðið og fínt ...

og þá var lítið annað að gera en að dýfa formkökunum
ofan í súkkulaðið ...

Reyndi að passa að súkkulaði næði yfir allt kremið

og reyndi sömuleiðis að gera þetta sæmilega hratt
svo kremið bráðnaði ekki eða dytti af eða e-ð 
þaðan af verra :-)

Voilá!


Mmmm.. nammi namm!  
Skellti þeim svo einfaldlega inn í ískáp, en þær
eiga að geymast nokkuð vel í a.m.k. 3 daga.

Vá hvað þetta var alger snilld! Vá hvað það var fáránlega gaman að gera þetta :-)  Loksins veit ég hvernig súkkulaðikossarnir eru gerðir í bakaríinu og mmm... hvað ég hlakka til að gera fleiri svona tilraunir!  

Mæli alveg með þessum, enda slógu þær í gegn meðal þeirra sem fengu að smakka.  Varist aðeins að þetta eru algerar sykurbombur og því mælt með að borða aðeins eina í einu ;-)

Meira síðar.

Ummæli

Guðrún sagði…
fáránlega girnilegt!
Nafnlaus sagði…
Martha Stewart varð sjötug í gær. Hvað sem það kemur nú málinu við!
Vestfirðingurinn sagði…
Takk Guðrún, þetta var líka rosa gott :)

Hlynur, mér finnst það nú reyndar ansi skemmtileg tilviljun - kannski ekki að undra að þessi uppskrift hafi orðið fyrir valinu, þó ég hafi reyndar ekki vitað af afmælinu :)
Nafnlaus sagði…
vá hvað þetta lítur vel út! verður sko prófað.

Takk :)
Hrefna sagði…
Nammi namm :)
Nafnlaus sagði…
Hrikalega flottar kökur..... þú ert ráðin í næsta barnaafmæli :o)
Kv
Þuríður
Vestfirðingurinn sagði…
Haha, takk fyrir það - Þú hringir bara :)