Snöggsteikt nautakjöt með engifer og lauk

Ég fékk góða vini í mat um daginn og var endalaust lengi að vandræðast með hvað ég ætti að elda. Stóra vandamálið var tímaskortur (hmmm ... aldrei lent í því áður ... ), en ég hafði bara tæpan klukkutíma til að elda eftir að ég kom heim ...

Eftir miklar vangaveltur og nokkurn vandræðagang þá mundi ég eftir þessari uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur í dag - en ég hafði prófað hana nokkru áður en ég byrjaði að blogga fyrir alvöru og mundi að þetta var virkilega góður réttur og síðast en ekki síst fljótlegur - við erum að tala um hálftíma dæmi kæru lesendur :-)

Uppskriftin er eftirfarandi .. fyrir 3
500 gr nautakjöt, t.d. lund eða síða
Salt
Pipar
2 msk matarolía
2 stórir laukar
1 tsk hakkaður hvítlaukur
1 msk rifið engifer
1 dl kjötsoð
1 msk hoisin sósa eða sojasósa (gleymdi því reyndar .. kom held ég ekki að sök)

Byrjaði á að sneiða laukinn,
en áður skellti ég nautinu inn í frystinn til að auðvelda
að skera það í þunnar sneiðar 

Tók svo nautið út úr frystinum 

... og skar það í sunnar sneiðar


Þá var það steikingin ... Byrjaði á að hita pönnuna 
vel, hellti svo matarolíu á pönnuna og 
skellti svo lauknum á pönnuna.
Steikti laukinn þar til hann var farinn að mýkjast
og kryddaði hann þá (nokkuð vel) með salti og pipar

Þá var að rífa niður engiferið 

og hvítlaukinn líka

Notaði svo sömu pönnu og setti aðeins meiri olíu á,
skellti svo hvítlauknum og 1 msk af engiferinu á,
og kjötinu strax á eftir og snöggsteikti þetta allt saman
- muna að hræra vel og reglulega

Þegar kjötið var steikt bætti ég kjötsoðinu og restinni
af engiferinu út á, hér hefði hoisin sósan átt að koma líka ...

Bætti svo lauknum saman við sömuleiðis 
og leyfði þessu að bulla í örfáar mínútur, þannig
að vökvinn gufaði upp að hluta

Á meðan á þessu stóð skellti ég svo í salat,
uppskriftin var eftirfarandi ...
Grænkál
Valhnetur
Hvítur kastali
Chillihlaup
Balsamic sýróp
Blandað saman í skál
Borið fram

Voilá, kjötið tilbúið og borið fram með hrísgrjónum

Engifer og nautakjöt og laukur = fullkomin blanda :-)

Meira síðar.

Ummæli

Sallý sagði…
Þennan rétt fékk ég að smakka. Hættulega góður. Takk fyrir mig :)