Leðjukaka ættuð frá Mississippi

Ég fékk skemmtilegar mæðgur í heimsókn á sunnudaginn og þá dugði auðvitað ekkert minna en að skella í köku fyrir þær :-)

Kakan sem varð fyrir valinu í þetta skiptið er ættuð frá árbökkum Mississippi, en líklegra er þó að nafnið komi vegna líkingar kökunnar við árbakka Mississippi frekar en að uppskriftin komi endilega nákvæmlega þaðan.

Nema hvað.

Uppskriftin er eftirfarandi ...
Kakan ...
230 gr smjör (mýkt)
4 dl sykur
4 stór egg
3 dl hveiti
75 ml kakóduft
1 poki pekanhnetur
2 tsk vanilludropar
1 poki sykurpúðar

Kremið ...
226 gr smjör
500 gr flórsykur
75 ml kakóduft
1 dl matreiðslurjómi
1 poki pekanhnetur


Tók fram eldfast form og smurði vel með matarolíu,
kveikti á ofninum 180°C, blástur

Setti mjúkt smjör í skál 

bætti svo sykrinum út í ...

svo var bara að þeyta saman, 
bætti svo eggjunum út í einu í einu
og þeytti vel á milli

Svona leit þetta út eftir að 2 egg voru búin
að þeytast saman við

og svona var þetta þegar öll fjögur eggin höfðu verið
þeytt saman við - kremað og fínt.

Svo var bara að sigta hveitið saman við

og svo kakóið sömuleiðis

Notaði svo sleikju ...

til að blanda þessu varlega saman ...

áður en ég notaði svo þeytarann til að þeyta betur saman

Þá var bara að skella pekanhnetunum út í 

sem og vanilludropunum og þeytti aftur vel saman

Voilá, fínasta deig komið :-)

Hellti því svo í formið og dreifði vel og jafnaði.
Skellti forminu svo inn í ofninn í 30 mínútur

Á meðan, af því að ekki eru til míní-sykurpúðar á Ísafirði
tók ég mig til og klippti sykupúðana fyrst í tvennt 

og svo aftur tvisvar í tvennt

Voilá, fullt af litlum sykurpúðum - 
Notaði heilan heilan poka af stórum sykurpúðum

Kakan tilbúin hálftíma seinna, þá tók ég hana út úr ofninum

og hellti sykurpúðunum yfir, reyndi að jafna þá aðeins

Skellti forminu svo aftur inn í ofninn í 10 mínútur og
svona leit þetta út 

Leyfði kökunni svo að standa og kólna í hálftíma
og smám saman hjöðnuðu sykurpúðarnir

Þá var að búa til kremið ..
byrjaði á að bræða smjörið í djúpri pönnu

Sigtaði svo á meðan flórsykurinn og kakóið

saman komið í skál 

Blandaði svo sykrinum og kakóinu, ásamt rjómanum
saman við smjörið 

og svo pekanhnetunum líka og ...

hrærði öllu saman og úr varð þetta líka girnilega krem

sem ég hellti svo einfaldlega yfirkökuna

Nammi nammi namm - eini vandinn voru sykurpúðarnir
sem urðu svolítið tyggjókenndir en namm hvað þetta
smakkaðist allt vel saman!

Þetta var brjálæðislega geggjuð kaka, rosalega bragðgóð og ótrúlega góð :-)

Mæli svo sannarlega með þessari!


Ummæli

Nafnlaus sagði…
Vááá þessi er dúndur!
Prófa hana í næsta saumó :)
Kv
Halldóra Harðar