Kjúklingur alla cacciatore - Veiðimannapasta

Ég skellti í svokallað veiðimannapasta í kvöld, eða kjúkling alla cacciatore, en cacciatore mun þýða veiðimaður á ítölsku.  Þetta er rosalega einfalt pasta og virkilega þægilegt að gera, en ég mun líklega smakka sósuna betur til næst - fannst eitthvað vanta en er enn að reyna að átta mig á hvað :-)

Ekki misskilja mig samt, pastað var gott - hafið þið ekki lent í þessu, það einfaldlega vantar eitthvað en samt ekkert áberandi; bragðgott en samt vantar eitthvað - held að málið sé að setja aðeins meiri tómatpúrru og aðeins meira af salti og pipar - prófa það næst!

Uppskriftin var annars eftirfarandi ... fyrir 2
500-600 gr kjúklingabringur (eða leggir, eftir smekk)
2 msk ólífuolía
3 dl sveppir, sneiddir
1 laukur, sneiddur
2 hvítlauksgeirar
1 dós niðursoðnir tómatar
1 3/4 dl hvítvín (eða kjúklingasoð)
1 lítil dós tómatpúrra
1 tsk sykur
1 tsk oreganó
1 tsk basilika
1 tsk rósmarín

Byrjaði á því að skella kjúklingabringunum á pönnu
og steikja í ólífuolíu 

og snúa við auðvitað, leyfði þessu að steikjast í 
svolítinn tíma ...

Á meðan var tilvalið að skera grænmetið,
byrjaði á að sneiða sveppina

og svo laukinn í fínar sneiðar

Kramdi svo hvítlaukinn

Tók kjúklingabringurnar af pönnunni
og setti til hliðar, skildi olíuna eftir á pönnunni

Skellti svo lauknum, sveppunum og hvítlauknum á pönnuna
og steikti í sirka 5 mínútur.

Hellti svo niðursoðnu tómötunum út á, ásamt
hvítvíninu, og tómatpúrrunni 

Smá sykri ...

Oreganó ...

Rósmarín ... og basilika

Skellti svo kjúklingnum út í ...

Setti að lokum lokið á og leyfði að sjóða í ca. hálftíma,
sauð á meðan pasta ...

Svona leit þetta svo út að lokum :-)

Eins og áður sagði, fáránlega einfalt - sæmilega bragðgott og eflaust lítið mál að gera enn bragðbetra!  Mun örugglega gera þetta aftur og finna betur út með bragðið - deili því með ykkur þegar þar að kemur.

Meira síðar.

Ummæli