Kjúklingapæ með mexikósku ívafi

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá finnst mér alveg ógurlega gaman að prófa nýjar uppskriftir og raunar svo skemmtilegt að ég er farin að þróa mínar eigin uppskriftir ...  Hér kemur ein slík :-)

Uppskriftin er eftirfarandi ... fyrir 4
7 græn chillí
160 gr rifinn mozzarellaostur
150-200 gr rifinn gaudaostur
2 stórir sveppir
3 kjúklingabringur
Cajun-kryddblanda
4 msk heilhveiti
1 1/2 - 2 dl rjómi
1 dl sýrður rjómi
3 egg
1 góð lúka Nachos flögur
1 krukka mild salsasósa

Tók til djúpt pæform, smurði það með matarolíu.
Skar chillí-ið í tvennt og raðaði í botninn á forminu

Skellti vænni hrúgu af blönduðum osti ofan á 

Skar sveppina í grófa bita og setti ofan á ostinn.
Setti formið til hliðar ...

Kryddaði kjúklinginn með cajun-kryddi og steikti á pönnu

Tók svo fram litla skál og setti heilhveitið í hana

Setti svo ca. 3-4 msk rjóma saman við

Notaði gaffal til að hræra þetta vel saman

Bætti svo út í sýrða rjómanum

og restinni af rjómanum

og hrærði betur saman með gaffli

Skellti svo eggjunum út í blönduna sömuleiðis

Hrærði enn og aftur vel og vandlega með gafflinum.
Setti skálina til hliðar.

Braut nachosflögur (notaði með fajitas bragði)
og setti ofan á sveppina

Tók aftur fram eggjablönduna og bætti kjúklingnum út í

Hellti svo öllu út í pæ-formið - yfir nachosið

Setti svo ost yfir ...

og salsasósu þar yfir ...

og setti helling af osti yfir allt og skellti inn í ofninn
og bakaði í ~30 mínútur við 180°C.

Voilá, eggin orðin elduð og þetta hefur breyst í pæ.

Þetta reyndist vera alveg hreint hrikalega gott og eiginlega ótrúlega skemmtilegur réttur :-)  Bragðið var gott og það eina sem ég myndi breyta ef ég endurtæki þetta væri að setja örlítið meira af nachos flögum þar sem þær gefa ótrúlega skemmtilega áferð.

Meira síðar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þessi er hrikalega spennandi, ætli þetta sé ekki sniðugt í brunch. Er þetta gífurlega mikil fyrirhöfn ?

Kv. Íris Hrund
Vestfirðingurinn sagði…
Þetta gengur algerlega í brunch :) Ótrúlega einfalt og þægilegt, mesta vesenið var að steikja kjúklinginn - en það er auðvitað hægt að kaupa bara steiktan kjúkling ef í tímahraki og nota hann - allt hitt var bara létt og þægilegt.