Eðal-Eplamuffins

Ég skellti í muffins um daginn, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að þær voru svo hrikalega góðar að ég hef sjaldan kynnst öðru eins.  Ekki voru þær aðeins bragðgóðar, heldur höfðu þær líka svo skemmtilega áferð, létta og lifandi, sem gerði þær enn betri!

Hreinlega verð að deila þeim með ykkur ... dugar í 12 muffins
2 1/2 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
110 gr smjör
2 dl sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
4 dl rifin epli

Blandaði saman í skál hveiti og matarsóda,

kanilnum góða,

og múskati ...

Blandaði þurrefnunum svo vel saman með gaffli
og sett til hliðar.

Tók svo til aðra skál og setti þar saman
mjúkt smjör og sykur og þeytti vel saman

Bætti svo egginu út í ásamt vanilludropum ...
þeytti enn betur saman ...

Reif svo niður eplin,
notaði 2 epli = ~4 dl

og bætti út í deigið,

ásamt þurrefnunum

og þeytti öllu vel saman enn á ný.

Tók svo fram 12 forma muffinsformið mitt,
fyllti hvert form að hálfu ...
og skellti inn í ofn við 180°c í 18-20 mínútur

Bara góðar!

Ætlaði fyrst að setja dökkt smjörkrem á muffinsið, en svo smakkaði ég þær og nammi nammi namm - vildi ekki eyðileggja þær með smjörkreminu :-)

Mæli svo sannarlega með þessum!

Meira síðar.


Ummæli