Virkilega alvöru gott grænmetischillí

Í tilefni af því að ég er að reyna að vera holl og borða góðan mat, þá ákvað ég eftir nokkra umhugsun að skella í grænmetischillí, sem í rauninni er bara grænmetiskássa :-)  Velti því reyndar lengi fyrir mér hvort þetta væri alveg almennilegur matur, en Judith og Hjalti voru einmitt að koma í mat og viti menn, þetta sló í gegn og við borðuðum þetta með bestu lyst ásamt Waldorfsalatinu sem þau komu með, sem reyndist vera virkilega gott til að vega aðeins á móti hitanum í kássunni.

Eftir að hafa lagað uppskriftina aðeins að mér og mínum þörfum þá leit uppskriftin svona út ... fyrir ca. 4-6

2 laukar
3 gulrætur
3 hvítlauksgeirar
~ 250 gr rauðar kartöflur, meðalstórar
1 græn paprika
1 rauð paprika
1 græn paprika
2 msk chillí
2 msk cumin
1 msk púðursykur
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 tsk oreganó
1 tsk fennel, malað
1 kúrbítur
1 smjörhneta
Lítið búnt kóriander
Lítið búnt steinselja
1 dós kjúklingabaunir
2-3 þurrkuð rauð chillí

3-4 dl hrísgrjón
6-8 dl vatn
60 gr smjör
4-5 stórir sveppir

Skar laukinn í grófa bita

Grófhreinsaði gulræturnar ...

og skar þær sömuleiðis í grófa bita

Tók svo fram stóra pottinn, setti smá ólífuolíu 
í botninn og skellti lauknum og gulrótunum út í
og steikti í ca. 10 mínútur við meðalhita.

Á meðan tók ég til hvítlauksgeirana 

og skellti þeim svo út í pottinn sömuleiðis og steikti
aðeins lengur til að fá hvítlauksbragðið vel og vandlega fram

Þá voru það kartöflurnar, 

Tók svo grænu paprikuna og skar í grófa bita

og gerði slíkt hið sama við þá gulu og þá rauðu 

Setti svo chillí-ið út í,

sem og cumin-ið og blandaði vel saman við 
laukinn og gulræturnar ...

Skellti svo út í paprikunum og kartöflunum ...

niðursoðnu tómötunum ...

Tómatpúrré-inu

óreganó ...

fennell ...

og að lokum 1 msk púðursykur.
Allt sett út í og hrært vel saman og látið malla við 
meðalhita í ca. 20 mínútur.

Á meðan var tími til að skera smjörhnetuna og kúrbítinn

Skar kúrbítinn fyrst í tvennt og svo í grófa bita

Skar smjörhnetuna sömuleiðis í grófa bita, en samt 
passlega munnbita.  Afhýddi hana auðvitað fyrst.

Skar svo kórianderinn og steinseljuna sömuleiðis gróft,
og skellti í skál ásamt kúrbítnum og smjörhnetunni

Skellti þessu svo öllu saman í pottinn,

ásamt einni dós af kjúklingabaunum og hrærði 
öllu vel saman og leyfði að malla í ca. 20-25 mín.
Skellti svo undir lokin saman við 2-3 þurrkuðum chilli-um
bara því mér fannst þetta ekki alveg nógu sterkt :-)

Á meðan sauð ég hrísgrjón,
skellti svo smjöri á pönnu

skar sveppina sæmilega gróft

og smjörsteikti þá svo á pönnunni 

Mmmm... nammi nammi namm :-)

Skellti svo hrísgrjónunum út á pönnuna og blandaði
öllu vel og vandlega saman 

Skellti svo hrísgrjónum á disk, ásamt vænni ausu af
chilllí, smá rifinn ost og svo smá grískri jógúrt.

Eigum við eitthvað að ræða hvað þetta var gott?!  Þetta var eiginlega með betri réttum sem ég hef smakkað í tilraunaeldhúsinu hingað til og mun alveg örugglega gera þetta aftur.  Þetta var líka svo fáránlega einfalt, allt í einum potti (nema auðvitað hrísgrjónin) og ekkert nema pjúra hollusta!

Mæli hikstalaust með þessum!

Meira síðar.

Ummæli

Hrefna sagði…
Tetta er girnilegt :) Kannski eg profi einhvern timann!