Tequila kjúklingur með furuhnetum

Ég held ég neyðist til að fara að vera duglegri að bjóða fólki í mat, hef grun um að ég hafi hreinlega eyðilagt bragðlaukana mína með of miklu chillí-áti í vetur og er alveg hætt að kunna að meta bragðmildan mat ... Tja, kannski ekki alveg svo slæmt en samt :-)

Ég prófaði sum sé að gera tequila kjúkling með furuhnetum sem reyndist alveg ágætur, ekki jafn góður og karrý kjúklingurinn en samt mjög skemmtilegur á margan hátt, svolítið öðruvísi enda ekki á hverjum degi sem maður notar tequila í mat og ég hef nú ekki oft notað furuhnetur heldur, raunar hef ég notað tequila oftar heldur en furuhneturnar - enda ein uppáhalds uppskrift sem ég hef ekki deilt með ykkur sem marinerar kjúkling í tequila og hvítlauk . mmmm... fæ vatn í munninn við minninguna!

En að uppskrift dagsins sem er passleg fyrir 3-4, fer samt eftir svengd og fjölda rétta

4 msk matarolía
4 kjúklingabitar, með beini og skinni
2 hvítlauksgeirar
4 tómatar
3 dl kjúklingasoð
Nokkrir dropar af Tabasco sósa
2 piparkökur
50 gr rúsínur
2 msk tequila
3 msk furuhnetur
Salt og pipar

Byrjaði á að skella olíu á pönnu og steikja kjúklinginn

Á báðum hliðum auðvitað - þangað til hann var orðinn
nokkuð steiktur allsstaðar

Tók kjúklinginn til hliðar og skellti
tómötunum og hvítlauknum á pönnuna ásamt smá olíu

Bjó svo til kjúklingasoð og bætti út í smá tabasco sósu

Bara örfáa dropa

Tók svo til piparkökur

Skellti í botninn á skál

og hellti svo kjúklingasoðinu yfir

Notaði svo gaffal til að mylja kexið niður

Hellti svo kex/soðblöndunni út á pönnuna með tómötunum

og hrærði allt vel og vandlega saman og leyfði suðunni
að koma upp 

Skellti svo slatta af rúsínum út í  

og svo að lokum kjúklingabitunum og leyfði þessu að
malla í ca. 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn
var tilbúinn 


Bætti svo furuhnetunum út í 

og svo tequilanu (nammi namm, vantaði bara sítrónuna)

Leyfði þessu svo að malla í ca. 2-4 mínútur áður en 
ég bar þetta fram ásamt núðlum :-)

Eins og áður sagði, fínn réttur og allt það en ég verð að viðurkenna að mér fannst innihaldsefnin hljóma meira spennandi en þau svo raunverulega voru :-)  En þetta var bragðgott og skemmtilegt sem skiptir jú mestu máli!

Meira síðar.

Ummæli