Sykurhúðað engifer

Það kemur einstaka sinnum fyrir, ekki oft, en einstaka sinnum, að ég fæ ekki eitthvað innihaldsefni - ekki endilega vegna þess að ég bý á Ísafirði heldur einfaldlega vegna þess að ég bý á Íslandi.  Þá er oft ekki annað að gera en að draga djúpt andann og reyna að finna aðrar leiðir til að gera hlutina.  Eitt af því sem ég hef ekki fundið hérna á Íslandi er sykurhúðað engifer.  Þá var lítið annað hægt að gera en að google-a uppskrift að slíku og prófa!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
2 dl þunnt sneitt engifer
6 dl vatn
2 dl sykur
Sykur

Skar engiferið í þunnar sneiðar

Skellti vatn í pott 

... og lét suðuna koma upp 

Þá var lítið annað en að skella engiferinu út í pottinn

ásamt sykrinum

og hræra öllu vel saman og leyfa að sjóða í ca. 5 mín,
slökkva þá undir og leyfa að sitja í ca. 20 mín

Eftir þann tíma hellti ég úr pottinum í sigti og skál

Reyndi að hrista af mesta vökvann

Skellti svo engiferinu í glerfat

og inn í ofn við blástur 100°C

Þá var lítið hægt að gera við vökvann en að drekka hann,
bætti smá sítrónusafa út í og þá var kominn hinn ágætasti
drykkur sem var heppilegt enda með kvef og engifer
besta lyfið við kvefi

Leyfði engiferinu að vera inni í ofninum þangað til að
það var farið að þorna, en samt enn seigt

Skellti svo sykri í skál

og engiferinu út í skálina og sykur ofan á

Hrærði þetta vel saman og voilá, sykurhúðaður
engifer tilbúinn til notkunar! 

Þetta gekk betur en ég þorði að vona, skellti þessu svo í lokaða dollu og inn í ískáp þar sem þetta á að geta geymst í einhvern smá tíma, allt að 2 mánuði.  Er svo auðvitað búin að smakka, á víst að vera virkilega gott við ógleði og ferðaveiki :-)  Ég notaði þetta hins vegar áðan í eftirrétt, kemur skemmtilega vel út - en sú uppskrift kemur inn síðar í vikunni.

Meira síðar.

Ummæli