Öðruvísi sumarsalat með melónu og jarðaberjum og krydduðu sítrónugrassýrópi

Var að koma heim eftir yndislega ferð tveggja daga ferð um Vestfirðina (mæli með matnum í Flókalundi og Laugarhóli btw).  Verð að viðurkenna að ég er örlítið þreytt eftir allan aksturinn en vegirnir komu skemmtilega á óvart og þetta gekk allt saman vel :-)

En að efni þessa bloggs, sem er eftirréttur í þetta skiptið og svolítið öðruvísi! Ég var mjög spennt að prófa þennan, enda einlægur aðdáandi jarðaberja og sítrónugrass.

Uppskriftin var eftirfarandi ... 
2 sítrónugrös
2 rauð chilli
Börkur af einu lime
2 dl sykur
450 gr jarðaber
450 gr gul melóna
2 msk myntulauf
2 tsk sykurhúðað engifer
1 dl sýrður rjómi (18%)

2 sítrónugrasið, marði það og skar í grófa bita

Skellti því í (lítinn) pott

2 falleg rauð chilli

Skorin í fernt, kjarnhreinsið ef þið viljið minni hita og 
bætið út í pottinn

Limebörkurinn fór út í pottinn sömuleiðis 

Sykurinn fór einnig út í pottinn, ásamt 2 dl af vatni
(athugið að ég notaði hrásykur í þetta skiptið,
átti barasta ekki til sykur, aldrei þessu vant)

Svo var bara að láta suðuna koma upp, 
hræra reglulega og leyfa sykrinum að leysast upp,
blöndunni svo að sjóða og þykkna smá, eða í ca. 
8 mínútur.

Á meðan þessu stóð skar litla systir niður melónuna

... í grófa bita og skellti í stóra skál

Tók svo jarðaberin og hreinsaði 

og skar í tvennt, sett í skálina ásamt melónunni

Skar myntulaufin gróft

og skellti saman við ávextina :-)

Á meðan rauð sýrópið og leit að lokum svona út

En þá var ég búin að láta ískalt vatn renna í vaskinn 
og skellti pottinum út í vatnið til að kæla
sýrópið frekar hratt niður og leyfði pottinum
að vera þar í ca. 15 mínútur

Á meðan gerði ég rjómablöndu, tók 
sýrða rjómann og sykurhúðaða engiferið
og hrærði vel saman með gaffli

Leit svona út að lokum

Svo tók ég einfaldlega ávaxtaskálina og sigti og
hellti sýrópinu yfir ávextina

Geðveikt girnilegt :-)

Fallegir litir, ef ekkert annað!

Blandaði svo öllu vel saman ...

Svo var bara að njóta!

Þetta var alveg pinku geggjað sannast sagna!  Get eiginlega ekki alveg sagt ykkur hvernig bragðið var, því þetta var alveg svolítið mikið öðruvísi - sætan í ávöxtunum og smá hint af chilli án þess þó að vera sterkt á nokkurn hátt - öðruvísi en spennandi bragð!

Meira síðar.

Ummæli

Hrefna sagði…
Þetta gæti nú alveg verið sniðugt að prófa einhvern tímann þegar sólin skín :) Annars er mig búið að langa í eggaldin alveg síðan þú skrifaðir um eggaldin tikka masala og er loksins að borða það núna! Namm :) Ekki með tikka masala samt, bara svona einhvern vegin útgáfu eftir eigin höfði, er voðalega löt að nota uppskriftir, nema eitthvað standi til.