Léttur karrýréttur, tilvalin fyrir börn og jafnvel matvanda

Það er eitt sem er alveg sérstaklega gaman við þetta blogg allt saman, en það er hvað ég hef enn meira gaman af því að bjóða fólki í mat en áður. Það er auðvitað alltaf gaman að hitta góða vini, en það er alveg farið að vera sérstakt áhugamál hjá mér að heyra hvernig fólki finnst maturinn og sömuleiðis gaman að koma fólki á óvart :-)

Það var því enn sem fyrr að ég fékk góða vini í mat og varð auðvitað að elda eitthvað gott fyrir þau!  Skellti því í tvennskonar kjúklingarétti og eiginlega algeran snilldar eftirrétt semég get ekki beðið eftir að deila með ykkur!

En byrjum á fyrsta kjúklingaréttinum sem er karrýkjúklingur frá henni Sally Bee.  Ástæða þess að ég valdi þennan rétt var að gestir mínir voru með barn með sér, auk þess sem ég var ekki viss um að þeim líkaði sterkur matur og þá virtist þessi réttur tilvalinn, bragðgóður en ekki of bragðsterkur.

Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir 4
1 msk ólífuolía
3 laukar
2 grænar paprikur
2 hvítlauksgeirar
2 msk hveiti
1 tsk malaður svartur pipar
1 tsk gult karrý
1 tsk basilíka
1/2 tsk turmerik
4 kjúklingabringur
3 dl eplasafi
2 msk tómatpurré

Skar laukinn og paprikurnar í fínar sneiðar

Skellti svo í djúpa pönnu með smá ólífuolíu og steikti

Á meðan laukurinn og paprikan voru að mýkjast,
skar ég hvítlaukinn smátt ...

og skellti í skál hveitinu, basilikunni, karrý ...

svörtum pipar og turmeric

og blandaði vel saman með gaffli

Skar svo kjúklinginn í litla bita en á meðan ...

var paprikan og laukurinn orðin mjúk og hellti ég því
hvoru tveggja úr pönnunni og á disk, setti til hliðar

því nú var ég búin að skella kjúklingnum í hveiti/krydd
blönduna og velti honum vel upp úr blöndunni

og skellti kjúklingnum svo á pönnuna :-)

Svo var bara að steikja kjúklinginn þangað til hann var 
orðinn brúnn á öllum hliðum ...

Þegar þaðvar orðið hellti ég eplasafanum út á pönnuna,

ásamt tómatpúrrunni

og bætti að lokum lauknum og paprikunni út á pönnuna

Hrærði öllu vel saman 

og leyfði þessu að krauma með lokið á pönnunni í 
ca. 25 mínútur ...

og leit þetta að lokum svona út.

Þetta reyndist hinn ágætasti réttur sem ég bar fram með eggjanúðlum (tekur alltof langan tíma að sjóða hrísgrjón þegar maður gleymir því) og reyndist það vera hin ágætasta blanda - virkilega góð! 

Mæli með þessum :-)

Meira síðar.

Ummæli