Kjöthleifur a la Oliver Clark

Það kemur einstaka sinnum fyrir að ég lendi í bölvuðum vandræðum að ákvaða hvað ég eigi nú eiginlega að hafa í matinn og læt þá oft það sem er í ískápnum ráða för, sérstaklega ef það er eitthvað sem er nálægt síðasta neysludegi. Í þetta skiptið átti ég bæði hakkpakka og sveppi í ískápnum sem voru orðin óþægilega nálægt því að skemmast og þá var lítið annað að gera en leita uppi einhverja uppskrift til að prófa!

Eftir óvenju langa leit fann ég loksins uppskrift sem mig langaði að prófa í The Essential New York Times Cook Book (ekki í fyrsta skipti sem ég finn eitthvað sniðugt þar :-)  Uppskriftin heitir sem sagt Kjöthleifur Olívers Clark og við fyrstu sýn virðist uppskriftin vera örlítið flókin og virðist blanda saman undarlegustu innihaldsefnum sem ég velti lengi fyrir mér hvort gætu raunverulega verið eitthvað sem gengi saman og hefði bragðgóðan endi.  Ég meina, cajun krydd, sinnep, sveppir, tómatsósa og parmesan?

Hún var þó einmitt nógu furðuleg til þess að ég hreinlega varð að prófa og eftir að hafa aðlagað hana aðeins að því sem ég átti í ískápnum þá endaði hún svona ...

2 hvítlauksgeirar
1 lítill laukur
Ólífuolía
1 stór sveppur
1 lítil græn paprika
2 brauðsneiðar
550 gr blandað kjöthakk
1/2 tsk laukduft
1 tsk Dijon sinnep
1/2 tsk cajun krydd
1/2 dl rifinn parmesanostur
40 ml tómatsósa
1/2 msk mæjónes
1 væn msk rjómaostur
2 egg
6 beikonræmur

Byrjaði á að skera laukinn og hvítlaukinn smátt

Skella smá olíu á pönnu

og steikja laukinn ...

þangað til hvítlaukurinn var orðinn gullinn og laukurinn 
orðinn mjúkur

Saltaði svo og pipraði laukblönduna sem ég hafði 
sett í litla skál

Blandaði þessu vel saman og setti til hliðar

Tók þá sveppinn

og skar hann líka smátt

Tvær gamlar brauðsneiðar sem ég skar í bita

1 lítil græn paprika skorin smátt

Öllu blandað saman í skál ásamt hakkinu

Svo voru  það kryddin, fyrst 1/2 tsk cajun krydd

Laukduft

Dijon sinnep

Reif svo niður parmesanostinn 

og skellti í skálina, ásamt tómatsósu

og rjómaosti

og að lokum mæjónes

notaði svo tvo gaffla til að hræra þessu öllu saman

Að lokum bætti ég út í tveimur eggjum og
steikta lauknum og hrærði áfram vel saman

Skellti þessu svo í eldfast form og mótaði kjöthleif 
skellti þessu svo inn í ofn við 180°C blástur í 50 mín

Þegar u.þ.b. helmingurinn af eldunartíma kjöthleifsins
var liðinn, skellti ég beikoni á pönnu og hálfsteikti það

Tók kjöthleifinn út og skellti beikoninu ofan á og
setti kjöthleifinn aftur inn í ofninn og kláraði eldunartímann

Voilá, eigum við eitthvað að ræða hvað þetta ilmaði vel?

Nammi namm, svo er bara að sjóða spagettí, eða
jafnvel skella í kartöflumús og salat - bara gott!

Þrátt fyrir furðuleg innihaldsefni og hefðbundnar efasemdir í upphafi þá verð ég að viðurkenna að þetta smakkaðist alveg hreint virkilega vel!  Þessi verður örugglega gerður aftur :-)

Meira síðar.

Ummæli