Ísfirskt brauð með ítölsku ívafi

Gleymdi næstum að ég gerði brauð með pastanu einfalda á mánudaginn!  Ég lenti reyndar í smá vandræðum.  Ætlaði að prófa uppskrift sem ég fann hjá mér að jalapeno ostabrauði en svo kom í ljós að það var pinku vesen að gera það, eða þ.e. þurfti að hefast lengi og svoleiðis stúss og aðeins rétt um klukkutími þar til gestirnir kæmu!  Þá voru góð ráð dýr og eftir nokkra umhugsun ákvað ég að búa bara til eitthvað einfalt brauð sem fengi einfaldlega ekki meiri tíma en að hefast í hálftíma og bakast í hálftíma!

Uppskriftin sem varð til endaði svona ...
~8 dl hveiti
~2 msk þurrger
1 msk ólífuolía
1 1/2 tsk salt
~3 dl vatn
2 tsk ítölsk kryddblanda
1 tsk rósmarín
1 msk oreganó
1 msk þurrkuð basilika
1/2 tsk möluð piparblanda

Byrjaði á að setja saman í skál hveiti, ger, salt og olíu

Bætti svo út í kryddunum og blandaði þurrefnunum saman,
bætti svo við vatninu og hnoðaði vel og vandlega 

eða þar til almennilegt deig hafði myndast

Leyfði svo deiginu að hefast í tæpa klukkustund

Hnoðaði það svo aðeins upp og skellti svo á ofnplötu,
ýtti aðeins niður á það og skellti svo í ofninn 
við ~185°C og blástur.

Brauðið var inni í ca. hálftíma,
 eða þar til það var orðið ljósbrúnt að ofan og
það heyrðist holhljóð þegar ég bankaði neðan á það.

Brauðið reyndist hið ágætasta brauð, reyndar var það alveg ótrúlega gott og kom sterkt inn með pastanu, mun alveg örugglega gera þetta aftur.  Var ekkert smá fljótlegt og þægilegt, og út kom þetta líka fína brauð!

Mæli með þessu :-)

Þar með líkur frásögninni af matarboði mánudagsins, en verð þó að enda með mynd af þessum frábæra eftirrétti sem gestirnir mættu með sér ...

En þetta var þvílíkt gott rabbabarapæ!  
Ætla algerlega að fá uppskriftina hjá þeim :-)

Meira síðar.

Ummæli

Þuríður sagði…
Umm, líts vel á brauðið og enn betur á pæið, er í stórum vandræðum með rabbabarann hjá mér. Þú kannski skellir inn uppskriftinn ef þú sníkir hana hjá gestunum ;-)