Azerbaijan kvöldið - Aðalrétturinn - Kálbögglar

Þá er það aðalrétturinn!  Eftir mikla umhugsun ákvað ég að gera kálböggla.  Hljómar ekki beint sexý, en mér fannst fyllingin hljóma svo áhugaverð (kjöthakk, kjúklingabaunir, turmeric, kanill, kóriander, dill og mynta ...) að ég stóðst ekki freistinguna að prófa.  Meðan ég man ... afsakið gæði myndanna í þessu bloggi, en ég gleymdi myndavélinni heima og notaðist því við símann í þetta skiptið.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
500 gr blandað kjöthakk
1 stór hvítlaukshaus
200 gr laukur (2-3)
Salt og pipar
1/2 tsk turmeric
1/2 tsk kanill
Nokkrar greinar af ferskum kóriander
2-3 tsk Dill
Nokkrar greinar af ferskri myntu
50 gr kjúklingabaunir
80 gr smjör
1-2 msk tómatpaste

Skellti nautahakkinu í skál

Bætti svo lauknum út í 

Turmericinu sömuleiðis

og kanilnum auðvitað (mikið er alltaf góð lykt af honum)

Svo voru það kryddjurtirnar sem ég skar gróft

og að lokum kjúklingabaunirnar. 
Notaði svo einfaldlega guðsgafflana til að 
hnoða þessu öllu saman

Þá var það kálið!  
Ferskt var það eiginlega frekar óþekkt og erfitt viðureignar,
en eftir að hafa skellt því í sjóðandi vatn í smá stund
þá linaðist það töluvert og gerði líf okkar 
Hálfdáns Bjarka mun einfaldara.

Þá var bara að taka salatblöðin

Skella fyllingu í hvert og eitt þeirra

og rúlla upp eins og tortillaköku, fyrst neðri hlutanum,
svo hliðunum og svo efri hlutanum ...
Augljóst ekki satt? :-)


Góð hrúga tilbúin í suðu!

Skelltum þessu svo í stóra wokpönnu 
(ég var að gera tvöfalda uppskrift) og 
settum vatn upp að brúninni, en athugið að 
þið viljið ekki að vatnið fljóti yfir því þá er of mikið vatn

Skellti svo eldföstu formi ofan á til að 
halda þeim saman í suðunni.
Leyfði þessu að sjóða í 15-25 mínútur,
eða þangað til kjötið var tilbúið.
Þegar það var tilbúið skellti ég tómatinum út í vatnið
þannig að það varð til svona hálfgerð tómatsósa.

Voilá, svona leit þetta út að lokum!

Þessi réttur kom nú reyndar skemmtilega á óvart.  Kjötfyllingin var alveg virkilega góð og kálið gerði alveg skemmtilega hluti, a.m.k. í byrjun en ég viðurkenni að ég var svo farin að týna það frá í öðrum böggli.  Mun alveg örugglega prófa þessi krydd og jurtir á kjöthakk aftur síðar.

Meira síðar.

Ummæli

Linda Pé sagði…
jahá! ekki svo vitlaust :)