Banana Fosters - Rommsteiktir bananar

Eins og allir vita þá er er fátt betra en góður eftirréttur!  

Sérstaklega þegar maður er að reyna að halda sig frá sælgætinu :-) 

Ég er sem sagt enn og aftur hætt að borða sælgæti (fell alltaf þegar ég ferðast ...) og því megið þið lesendur góðir eiga von á fullt af girnilegum kökum og uppskriftum á næstunni!

Ég skellti í eftirfarandi snilldarrétt um daginn þegar mínir kæru vinir Kristrún Helga og Ómar Freyr, ásamt Ríkharði Helga komu í mat og nammi namm hvað þetta var alger snilld!

Ástæða þess að þessi réttur varð fyrir valinu var einfaldlega að ég átti banana og ég átti romm og hann hljómaði svo ótrúlega skemmtilegur!

Uppskriftin var eftirfarandi .. fyrir fjóra
1 1/2 dl ljós púðursykur
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
4 msk smjör
4 msk banana líkjör (má sleppa)
5 msk dökkt romm
4 bananar
Vanilluís

Byrjaði á því að setja sykurinn í skál,

ásamt kanil

og múskat

og hrærði öllu vel saman 

Skellti svo smjörinu á djúpa pönnu og lét það bráðna

Bætti svo sykrinum út í brætt smjörið

Allt brætt daman á pönnunni

Romminu bætt saman við, 
en ég átti ekki bananalíkjör í þetta skiptið

Skar svo bananana í tvennt bæði þvert og langsöm

Leyfði þessu svo að sjóða þangað til þetta 
var orðið sýrópskennt

Velti bönununum upp úr sykurblöndunni

Svo var bara að kveikja í þeim 

og bera þá fram ásamt vanilluís :-)

Úff hvað þetta var gott, fæ vatn í munninn við minninguna!

Mmmm ... nammi namm hvað þetta var rosalega gott - ég mun algerlega gera þetta aftur og mæli eindregið með að þið prófið þetta!  Best er að nota sæmilega stinna banana, þ.e. ekki mjög þroskaða - en samt alls ekki græna eða neitt svoleiðis - Hrikalega gott!

Meira síðar.

Ummæli