Azerbaijan kvöldið - Eftirrétturinn - Baklava

Þá er loksins komið að eftirréttinum!  Í eftirrétt valdi ég mjög hefðbundinn sykurhnetueftirrétt sem heitir Baklava, en það er eftirréttur sem er þekktur víða.

Ástæða þess að ég valdi þennan eftirrétt var einfaldlega vegna þess hversu einfaldur hann var - enda var það þema dagsins :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
Deigið
6 dl hveiti
225 gr smjör
2 dl sýrður rjómi
1 tsk matarsódi
2 eggjarauður

Fyllingin
4 dl sykur
2 eggjahvítur
200 gr saxaðar valhnetur, eftir smekk
1 tsk vanilludropar
Örlítið saffron

Ofan á
Eggjarauða
Valhnetuhelmingar

Byrjaði á að skella saman í skál 
smjöri og hveiti 

Notaði svo puttana einfaldlega til að nudda vel saman
hveitinu og smjörinu

Blandaði svo saman sýrða rjómanum og matarsódanum

og bætti út í skálina með hveiti/smjörblöndunni

Blandaði öllu vel saman með gaffli og
bætti við eggjarauðunum ...
og hnoðaði svo einfaldlega öllu saman

og myndaði deig :-)

Skipti deiginu upp í þrjá hluta og skellti svo í 
plastpoka og inn í ískáp í ca. klukkutíma.

Á meðan tók ég aðra skál og blandaði saman
sykrinum og eggjahvítunum

Hrærði vel saman

og bætti svo hnetunum út í,
hafði þær frekar gróft hakkaðar.

Svo var bara að taka eldfast form og
smyrja það.
Tók svo einn deigbútinn og flatti út og
skellti í botninn á forminu.

Hellti svo helmingnum af sykur/hnetublöndunni út í
og dreifði vel og vandlega.

Tók svo deigbút tvö, flatti út og lagði yfir,
passaði að reyna að innsigla saman deigin
Skellti svo restinni af fyllingunni ofan á ...

og að lokum þriðja deigbútnum yfir það og reyndi að
innsigla allt vel og vandlega.

Skar þetta svo í tígullaga búta, penslaði með eggjarauðu
og setti hnetuhelming á hvern bút áður en ég skellti 
þessu svo inn í ofn við 180°C í ca. 35-45 mínútur.

Svona leit þetta svo út að lokum :-)

Þetta var eiginlega alveg rúsínan í pylsuenda kvöldsins, eiginlega bara mjög gott, sætt og krönsý - jafnvel að prófa þetta aftur.

Meira síðar.

Ummæli