S'mores kaka

Sem forfallinn áhugakokkur þá kemst ég ekki hjá því þegar ég fer bæjarleið að kíkja í matvöruverslanir þar sem ég kem.  Við eitt slíkt tækifæri kíkti ég einmitt á ameríska daga í Hagkaup og keypti þar Jetpuffed Marshmallow Cream (algert æði btw, a.m.k. fyrir sykurpúðaaðdáendur eins og mig!).  Ég hafði beðið eftir e-u almennilegu tækifæri til að prófa þetta og það tækifæri kom auðvitað í pikknikinu hennar Díönu :-)

Þar sem ég hafði í raun enga almennilega hugmynd hvað mig langaði að nota þetta í þá var lítið annað en að google-a eftir uppskriftum og endaði ég á að prófa þessa hér:

1 dl smjör, við herbergishita
1/2 dl púðursykur
1 dl sykur
1 stórt egg
1 tsk vanilludropar
~2 1/2 dl hveiti
~7 Graham cracker kex, mulin 
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
Slatti af mjólkursúkkulaði (ég notaði 18 litla þykka bita)
1 dós jetpuffed marshmallow creme

Byrjaði á að smyrja formið 21x21 cm

Setti svo smjör, púðursykur ...

og sykur saman í skál 

og þeytti vel saman með handþeytara

Bætti svo egginu saman við ...

ásamt vanilludropunum 

og hrærði enn betur saman :-)

Tók svo 7 Graham Cracker kexkökur og setti í 
matvinnsluvélina sem sá um að hakka þær niður fyrir mig

Setti svo hveiti og kexið út í skálina með smjörsykurblöndunni

og auðvitað lyftiduftið

og saltið og hrærði allt vel saman

eða þangað til þetta leit svona út.

Þá tók ég helminginn af deiginu og setti í botninn 
á forminu, næstum eins og að gera pæ botn :-)

Raðaði svo súkkulaðinu ofan á, fallega raðað er það ekki? 

Skellti svo sykurpúðakreminu ofan á

Nammi nammi namm hvað þetta var girnilegt!

Svona leit dollan út

Skellti svo restinni af deiginu ofan á 
sykurpúðakremið

Voilá, svona leit þetta út áður en 
ég setti það inn í ofninn í 30-35 mín
við ~180°C, blástur

og svona kom þetta út!

Eigum við eitthvað að vera að ræða hvað þetta var fáránlega ótrúlega góð kaka??  :-)

Meira síðar.

Ummæli