Núðlur með rækjum og engiferi

Þá er það næstsíðasta uppskriftin úr gæsa-pikknikinu, sem endaði reyndar innandyra, en það eru núðlur með rækjum og engiferi - smökkuðust hrikalega vel!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 1/2 búnt vorlaukur (6-9 laukar)
Ca 5 cm engifer
1/2 gúrka
6 litlir pakkar af núðlum
Slurkur af ólífuolíu
Slurkur af chilli olíu
1-2 tsk hnetusmjör
1 tsk sykur
Slurkur af soyjasósu
Slurkur af rauðvínsediki 
Salt og pipar
2-3 dl rækja

Byrjuðum á því taka rækjuna úr frystinum og leyfa 
henni að þiðna inn í ískáp - gleymdist að taka mynd :-) 
Svo var að skera laukinn ...

Hann var líka settur í box og inn í ískáp

Engiferið var skorið í litla bita

og gúrkan sömuleiðis, gúrkan og vorlaukurinn fóru
inn í ískáp en gestir gátu sett sjálfir gúrku og lauk eftir smekk

Þá var að sjóða núðlurnar ... samkvæmt leiðbeiningum

Hellti svo af þeim vatninu og skellti þeim í stóra skál

Bætti svo út í góðum slurk af ólífuolíu ...

Einni vænri teskeið af hnetusmjör ...

1/2 - 1 tsk sykur, eftir smekk og vilja ...

Smá slurkur af soyja sósu ...

Sömuleiðis af ediki ... ekkert of mikið samt

Góðan slurk af chilli olíu

Bæta svo engiferinu út í og blanda öllu vel saman

Salt og pipar auðvitað líka :-)

Öllu hrært vel saman

Svo var þetta einfaldlega borið fram í fjórum skálum, núðlurnar í einni, gúrka í einni, vorlaukur í annarri og rækjan í þeirri fjórðu og fólk gat þannig fengið sér eftir eigin smekk sem er mjög hentugt, eins og t.d. fyrir mig sem er með óþol fyrir fisk og sjávarafurðum og gat þannig notið núðlanna án rækjunnar :-)  

Virkilega góður réttur, engiferið gaf gott bragð og beit svolítið í eins og á að gera og gúrkan mildaði svolítið bragðið á móti.

Meira síðar. 

Ummæli