Núðlur með ananas og mangó, engiferi og chilli

Loksins komin heim eftir skemmtilegan sumarfund á Gauksmýri og brúðkaup aldarinnar á Akureyri!  Fékk þrusu góðan mat á öllum stöðum (nema Hlölla sem var frekar misráðið val snemma að morgni ...) - mæli sérstaklega með matnum á Gauksmýri, þó mér hafi ekki þótt mikið til morgunmatarins koma - en kvöldmaturinn var algert sælgæti!

En já, loksins komin heim og þá er bara að skella sér í gírinn og eftir alla óhollustu helgarinnar ákvað ég að gera eitthvað einfalt og létt í kvöldmat.  Eftir að hafa kafað í uppskriftabókina Soups, starters & salads ákvað ég að skella í núðlur með ananas, engiferi, chillli, kókosmjólk og mangó - þessi blanda af ávöxtum og chilli hljómaði svo hrikalega vel að ég gat ekki annað en prófað!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
275 gr núðlur
10 ananasskífur
3 msk ljós púðursykur
4 msk limesafi
4 msk kókosmjólk
1/2-2 tsk tælensk fiskisósa
2 msk smátt skorinn eða rifinn engifer
2 hvítlauksrif
1 mangó
Svartur pipar
2 vorlaukar
1-2 fersk rauð chilli
Mintulauf

Byrjaði á að skella núðlunum í pott 
og sjóða eftir leiðbeiningunum.
Skellti svo ananashringjunum í eldfastmót.

Dreifði svo 2 msk af sykrinum yfir ananashringina,
skellti þeim svo inn í heitan ofninn með grillið á og 
hafði inni í ca. 5 mínútur

Tók svo fram stóra skál og byrjaði á að setja
limesafann út í ...

og svo kókosmjólkina ...

1/2 tsk fiskisósu (ég er ekki hrifin af henni ...)

Setti svo 1 msk sykur út í  skálina, ásamt ...

Engiferinu sem ég skar smátt, en mun alveg örugglega
rífa niður næst, aðeins of yfirgnæfandi bragð svona

Hvítlaukinn skar ég smátt sömuleiðis

og bætti út í skálina ásamt svarta piparnum,
hrærði þessu svo öllu vel saman

Þá var ekkert að gera en að skera chilli-ið

og sneiða vorlaukinn fínt

Búin að hræra blönduna í skálinni vel saman  ...

Tók þá ananasinn út úr ofninum ... nammi namm :-)

Þá var það mangóið, sem ég byrjaði á að afhýða ...

Skar svo í bita ... 

sem ég skar svo frekar smátt

Skar sömuleiðis ananasinn í bita

og bætti ásamt núðlunum saman við vökvann í skálinni

Hrærði svo öllu saman 

Bætti mangóinu út í 

og dreifði svo lauknum og chilli-inu út á

og smá þurrkaðri myntu (tímdi ekki að kaupa ferska :-)

Blandaði aftur öllu saman og borðaði með bestu lyst!

Þetta er skemmtilegur og ferskur réttur, ekta sumarsalat með fullt af vítamínum og orku sem veitir ekki af í þessari veðráttu :-/  Þetta reyndist virkilega gott, en eins og áður var nefnt mund ég eflaust rífa engiferið næst - þó mér þyki það gott þá var þetta meira að segja aðeins of mikið af því góða fyrir mig.

Mæli með þessu sem léttum kvöldmat eða góðum hádegismat, ferskt og skemmtileg tilbreyting! 

Meira síðar.

Ummæli