Lalalalalasagna

Þrátt fyrir að hafa alveg hrikalega gaman af því að prófa nýjar uppskriftir þá eru nú alveg nokkrar sem ég nota aftur og aftur, og eins og hjá svo mörgum þá koma margar þeirra frá mömmu :-)  

Þessi er ein þeirra, eða uppskrift að gömlu góðu og heimilislegu lasagna.  Þessi útgáfa er þó örlítið hollari en þessi upprunalega ítalska, en í staðinn fyrir hvítu sósuna þá notar mamma kotasælu, sem er bara gott!  Ég hef svo auðvitað þróað hana aðeins áfram, nota t.d. stundum smá chilli bara til gamans.

Uppskriftin er eftirfarandi:
Gulrætur eftir smekk, en ég nota yfirleitt 1-2, fer eftir kjötmagninu
1-2 sellerístangir
1 laukur
Örlítið smjör
3-400 gr hakk
2 hvítlauksrif
1-2 msk Ítölsk kryddblanda
Salt og pipar
1-2 msk oreganó
1-2 greinar af steinselju
1/2-1 dl rauðvín
1 dós niðursoðnir tómatar
1 stór dolla kotasæla
Rifinn ostur
Lasagna plötur

Gulrót og sellerí tilbúin til notkunar

Notaði svo rifjárn til að rífa gulrótina niður

skar svo selleríið frekar smátt

Bræddi svo smá smjör á pönnu

og skellti grænmetinu á

Skar laukinn frekar smátt

og skellti á pönnuna ásamt grænmetinu

Notaði svo 2 hvítlauksrif

og skellti saman við út á pönnuna

Þegar grænmetið var farið að mýkjast bætti 
ég hakkinu út á pönnuna

Svo var að krydda þetta ... fyrst ítalska kryddblandan

Salt og pipar

Oreganó ...

Örlítið rauðvín

Varð að nota smá steinselju auðvitað

Allt fór þetta á pönnuna

Þegar kjötið var farið að smakkast ágætlega þá
bætti ég út á pönnuna niðursoðnu tómötunum

og leyfði þessu að sjóða í svona ca. 5-10 mínútur

Skellti svo kotasælunni saman við

og blandaði öllu vel saman

Svo var að gera lasagnað, fyrst smá kjöt

svo lasagnaplötur og smá kjöt aftur og smá ostur,
og svo lasagnaplötur, smá kjöt og að lokum ostur.
Svo skelli ég þessu bara inn í ofninn við 200°C 

og leyfi þessu að bakast þar til osturinn hefur brúnast
og lasagnaplöturnar eru orðnar mjúkar :-)

Þetta lasagna er bara gott og það er reyndar þvílíkt gott að hafa kartöflumús með, sem ég klikkaði reyndar á í þetta skiptið en mun alveg örugglega ekki gleyma aftur :-)

Meira síðar.

Ummæli