Kjúklingavefjurnar sem gleymdust

Það er fátt skemmtilegra en einfaldur, fljótlegur og góður matur og þessi uppskrift uppfyllir allt þrennt.  Við Karen gerðum þessar kjúklingavefjur sömuleiðis fyrir pikknikið, þó það hafi reyndar farið svo að þær gleymdust (segir eitthvað um matarmagnið að enginn tók eftir að eitthvað vantaði ...).  En ég prófaði þær nú samt daginn eftir og nammi namm, alveg hreint nýtt uppáhald!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
Slatti af oregano (1-2 msk)
Slatti af ítalskri kryddblöndu (1-2 msk)
Ólífuolía
Klettasalat
Rautt pestó
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
3 kjúklingabringur, skornar í lengjur
6 Tortilla kökur

Byrjaði á að setja smá olíu og krydd á disk og velti 
kjúklingastrimlunum upp úr

Skellti svo slatta af ólífuolíu á pönnu og steikti kjúklinginn


Kjúklingurinn tilbúinn

Á meðan smurði Karen tortillakökurnar með pestóinu

og skellti sólþurrkuðu tómötunum í miðjuna

Svo skelltum við kjúkling í miðjuna sömuleiðis

og smá klettasalat (nammi namm!)

og svo var bara að rúlla þeim upp og voilá, þær voru
tilbúnar!  Hugmyndin var svo að skera þær í bita en
þær eru líka rosa góðar einfaldlega eins og þær eru 
á myndinni! Svo væri örugglega líka mjög gott að
hafa smá parmesan ost með :-)

Virkilega einfalt, einfalt og gott og verður alveg örugglega gert aftur á þessu heimili!

Meira síðar.

Ummæli