Kartöflusalat - meðlæti með grillmatnum

Nú þegar hitastigið er loksins farið að hækka örlítið er grillið farið að heilla meira en áður.  Ég verð samt að viðurkenna að ég hef aldrei verið neinn sérstakur grillaðdáandi ... en læt mig þó hafa það einstaka sinnum yfir sumarið :-)

Ég fór í grillveislu í dag, og langaði eiginlega bara í pylsur í þetta skiptið - en til þess að hrista aðeins upp í sjálfri mér ákvað ég að taka með mér pylsur en í stað þessa klassíska meðlætis þá skellti ég í kartöflusalat sem ég eiginlega bjó bara til eftir eigin uppskrift = það sem til var í ískápnum, virkar alltaf!  Ég hafði reyndar aldrei gert kartöflusalat áður og hafði bara óljósa hugmynd um hvernig ætti að gera þetta, en ég var býsna ánægð með útkomuna og vona að ykkur líki líka!

Uppskriftin endaði svona ...
Slatti af kartöflum (eftir stærð og þörfum, notaði 4 stórar)
1-1 1/2 dl grísk jógúrt
2 tsk franskt sinnep
1-2 tsk hotdog relish
1/2 rauð paprika
3-4 sveppir
1 rauðlaukur
1 rautt chilli
1 hvítlauksrif
4 harðsoðin egg
Salt og pipar
1-2 tsk oreganó
2 tsk sítrónusafi
1-2 tsk rauðvínsedik

Tók einn rauðlauk

og skar hann smátt

skar sömuleiðis paprikuna og sveppina smátt

Mmm... chilli!


Skellti þessu svo öllu saman með kartöflunum sem ég
hafði soðið í ca. 15-20 mínútur

Reyndi að skera kartöflurnar frekar smátt líka

Skar hvítlaukinn auðvitað mjög smátt og skellti
saman við blönduna í skálinni

Skellti svo grísku jógúrti ofan á,

ásamt sinnepi og hot dog relish

Auðvitað salt og pipar

Bætti út í skálina eggjunum (sem ég skar í litla bita), 
sítrónusafanum og rauðvínsedikinu

og bætti svo að lokum út í oreganóinu

Blandaði öllu svo enn betur saman og voilá,
úr varð þetta líka ágæta kartöflusalat!

Notaði svo salatið bæði ofan í pylsubrauðið, ásamt beikonvafðri pylsu og svo einfaldlega sem meðlæti, fannst það eiginlega virkilega gott - gaman af því :-)

Smá frí núna næstu daga - kem aftur sterk inn á mánudaginn!

Meira síðar.

Ummæli