Eggaldin Tikka Masala

Eins og þið hafið hugsanlega tekið eftir þá er ég ekkert rosalega mikið fyrir rautt kjöt, satt best að segja finnst mér rautt kjöt einfaldlega ekkert gott ... nema auðvitað að því hafi verið drekkt í kryddum og öðru góðgæti :-)  Auðvitað kemur fyrir að ég fæ gott kjöt, t.a.m. ítalska hægeldaða lambalærið sem var hrikalega gott.  Síðustu daga hef ég svo algerlega sökkt mér í grænmetisrétti sem oft eru mjög góðir.  Núna síðast gerði ég mér eggaldin tikka masala sem er ótrúlega skemmtileg tilbreyting frá kjúklingnum, sem mér þykir auðvitað mjög góður sömuleiðis.

Nú verð ég eins og svo oft áður að viðurkenna að þessi uppskrift óx mér alveg ógurlega í augum, raunar svo mikið að ég var fram á síðustu stundu nálægt því að hætta við ... En með meðfæddri þrjósku minni ákvað ég að láta af verða, þó mér þætti þetta hljómar eins og eitthvað óttalegt vesen.

Í sannleika sagt var þetta alveg pinku vesen, eins og  þið eigið eftir að sjá - en þetta var líka eiginlega bara gaman!

Uppskriftin er eftirfarandi ...
1 eggaldin
Matarolía
Salt

Marenering
1/2 dl grísk jógúrt
Safi úr 1 sítrónu
2 hvítlauksgeirar
1/4 dl bráðið smjör
Ca 1 1/2 cm ferskt engifer
1 msk malað kóriander
1 tsk cumin
1 tsk garam masala
1 tsk paprikuduft

Sósan
1 lítill laukur
3 hvítlauksgeirar
3 rauð chilli
3 msk matarolía
Búnt af ferskum kóríander
2 cm ferskt engifer
3 tómatar
1 msk malaður kóriander
1 tsk cumin
1 tsk paprika
1/2-1 tsk garam masala
1/4-1/2 dl grísk jógúrt
1/2-1 dl mjólk

Byrjaði á að taka eggaldinið 

og skar endana af og svo í grófa bita

Setti bitana svo í skál og hellti matarolíu yfir

og salti og hrærði svo öllu saman

Þá var það fína grillpannan sem fékk að hitna á meðan 
þessu gekk  

Skellti svo eggaldinu út á pönnuna

og steikti þar til allar hliðar voru komnar með rendur,
tók svo pönnuna af hitanum og leyfði eggaldinu
að jafna sig á meðan ég gerði mareneringuna

Byrjaði hana á að setja sítrónusafann og grísku
jógúrtina í skál

Ásamt hvítlauknum ...

Engiferinu sem ég reyndi að skera frekar smátt

og svo kóríandernum

cumin auðvitað

og garam masala ...

og paprikunni :-) 

Allt saman í skál komið

og þá var bara að blanda öllu saman 

og skella eggaldinu út í ...

Bleyta vel upp í því og svo ...

Þræddi ég eggaldinbitana upp á teina og setti á bakka,
smá plast yfir og svo inn í ískáp í ca. 2 tíma

Þá var ekkert annað að gera en að búa til sósuna,
byrjaði á að setja laukana í hakkavélina,
ásamt chilli-inum

Hakkaði þetta mjög vel og vandlega 

Hitaði svo matarolíu í pönnu og hellti lauk/chilliblöndunni
út á pönnuna og steikti í ca. 5 mínútur eða þar
til þetta var farið að gyllast

Á meðan laukblandan var á pönnunni hélt ég áfram,
skellti kóríanderinn og engifer ...

og tómatana í hakkavélina (takið eftir að ég var ekkert
að þvo hana á milli, enda var þetta að fara út á pönnuna)

Hakkaði þetta líka vel og lengi 

og bætti því svo við út á pönnuna ...

og hrærði saman við laukblönduna, bætti svo við smá salti

Þá var kominn tími til að grilla eggaldinið,
byrjaði á að blanda saman bráðnu smjöri og sítrónu

Var með eggaldininu á bakka og notaði svo pensil 
til að pennsla með smjöri og sítrónu og skellti
bakkanum svo inn í ofninn sem var stilltur á grill

Þá var að bæta við kryddunum öllum,
kóriander, cumin, papriku, og garam masala ...
nammi nammi namm! :-)

Að lokum bætti ég við grísku jógúrtinni 

og voilá, allt í einu var þetta farið að líta út 
eins og tikka masala sósa :-))

og eitt skref í viðbót ... mjólkin kom að lokum 

leyfði svo suðunni að koma upp og malla aðeins á 
meðan eggaldinið grillaðist :-)

Eftir að hafa snúið spjótunum 2 x og sett aðeins meira
smjör og grillað þar til gullið voru þau tilbúin til átu

Þá var bara að skella hrísgrjónum á disk, slatta af sósu
og auðvitað eggaldinspjótum og njóta :-)

Eins og áður kom fram þá var þetta nú einfaldara en ég hafði haldið í byrjun, og bragðið var (eins og af flestum indverskum mat) alveg hreint ágætt og eggaldinið kom á óvart sömuleiðis, virkilega skemmtilegt grænmeti sem ég skil ekki að ég noti ekki oftar, bæti úr því! 

Meira síðar.

Ummæli