Yndislegt kvöld með stelpunum: Ómótstæðilegt ólífubrauð, basiliku- og klettasalatpestó, tvennskonar falafel og aprikósupæ

Rakst á þessa líka hrikalega spennandi uppskrift að falafel um daginn og þá var auðvitað lítið annað að gera en að skella í stelpuboð :-)

Til að gera þetta aðeins meira spennandi þá bað ég stelpurnar að koma með forrétt og eftirrétt!

Í forrétt (í boði Örnu Láru og Guðrúnar Svövu) var ómótstæðilegt ólífubrauð og basilikupestó og klettasalatpestó.
Í eftirrétt var svo aprikósupæ (í boði Dóru Hlín og Lísbetar)

Forrétturinn var gerður heima hjá stelpunum, en mér fannst alveg nauðsynlegt samt að sýna ykkur myndirnar og deila uppskriftunum því vá hvað þetta var gott hjá þeim :-)

Uppskriftinar var eftirfarandi ...
Ómótstæðilegt ólífubrauð

1 bréf þurrger 
2 1/2 dl volgt vatn
1 msk ólífuolía
1 tsk sykur 
1 1/2 tsk salt  
7 dl hveiti
Fylltar grænar ólífur
Þessu öllu er blandað saman og látið hefast í 30 mín undir plastfilmu. Gerið brauð og látið það hefast í aðrar 30 mín undir plasti. Áður en brauðið fer í ofnin er gott að pensla það með hvítlauks kryddolíu og strá Maldon salti yfir. Bakið svo við 225 gráður þangað til brauðið verður fallega brúnt.


Basilikupestó
50 gr fersk basilíka
25 gr furuhnetur
2 hvílauksrif
75 gr parmesanostur
1/2-1 dl ólífuolía
2 msk sítrónusafi (eða safi úr ca. 1/2 sítrónu)
Smá sjávarsalt og nýmalaður pipar


Þurrista fururhnetur á pönnu. Setja basiliku, furuhnetur og hvítlauk í matvinnsluvél (allt í lagi að setja líka sítrónusafa með). Þetta maukað og sett í skál. Rífið parmesan og hrærið út í ásamt ólífuolíu og sítrónusafa. Smakkið til með salti og pipar.


Klettasalatpestó
1 hvítlauksrif
1 búnt klettasalat
1/2 dl furuhnetur
2 msk appelsínusafi (má vera sítrónusafi líka)
1/2 dl ólífuolía
50 gr rifinn parmesanostur
Smá sjávarsalt og nýmalaður pipar


Þurrristið furuhnetur. Setjið hvítlauk, klettasalat og furuhnetur í matvinnsluvél, maukið og setjið síðan í skál (má líka setja appelsínusafann með í vélina). Hrærið appelsínusafa, ólífuolíu og parmesanost út í og bragðið til með salti og pipar.


Mmm... lyktin lofaði góðu!

Ekkert smá girnilegt :-)


Nammi nammi namm!

Ekkert smá gott :-)

Almennilegur forréttur!! 

Á meðan stelpurnar lögðu á borðið og undirbjuggu þennan snilldar forrétt og virkilega góðan eftirrétt (sjá fyrir neðan) ... Dundaði ég mér við að baka pítubrauð og tvennskonar falafel-brauð (og reyndar tvo aðra aukarétti, steiktar kartöflur og gljáðar gulrætur, sem ég set inn á morgun eða hinn).

Uppskriftin að pítubrauðinu var eftirfarandi ...
3 dl hveiti
3 dl heilhveiti
3 msk ólífuolía
2 tsk þurrger
2 tsk kosher eða sjávarsalt (ég notaði nú samt bara venjulegt ...)
1/2 tsk sykur
Bráðið smjör


Hveiti ...

og heilhveiti sett í hrærivélina ...


Matarolía ...

Ger ...

Salt ... allt sett saman

Svona leit þetta út að lokum :-)

Ég setti hrærarann svo af stað og blandaði vatni saman 
við smátt og smátt, fyrst tveir dl og setti svo einn í viðbót,
þarf að gera það bara hægt og rólega til að deigið verði 
passlegt og ekki of blautt og ekki of þurrt ...

Aðeins of mikið vatn, en þá var bara
að hnoða restina í höndum 

Svona leit þetta út að lokum

Leyfði þessu svo að hefast vel og vandlega, 
um það bil tvöfaldast í stærð

Skipti deiginu svo upp í 6 bita 

og setti bollurnar á ofnplötu og ...

Leyfði þeim svo að hefast í ca. hálftíma

Svo var bara að stekja brauðið en ég ákvað eftir nokkra
umhugsun að gera það heldur en að baka það í ofni, en
besta leiðin til að steikja það er líklega á pizzasteini sem
ég á ekki og þá var ekkert annað að gera en að steikja
það á pönnu :-)

Leit svo sannarlega vel út og heppnaðist líka nokkuð vel!

Falafel með Oregano
2 dósir kjúklingabaunir
8 scallion laukur, sneiddur
2 egg
4 msk hveiti
2 msk oreganó
1 tsk cumin
1/2 tsk salt
4 msk ólífuolía

Kjúklingabaunir

Scallion laukur

Egg, og hveiti allt sett saman í hakkavélina

Oreganó krydd sett saman við 

Cumin fræ (átti ekki malað) ...
og allt hakkað saman vel og vandlega, stoppa 
einu sinni til tvisvar til að skafa af hliðunum ...

Að lokum leit þetta svona út :-)  
Ég notaði svo hendurnar til að móta kúlur og setti þær
á pönnuna jafnóðum 

Svona leit þetta svo út að lokum

Þessar falafel voru góðar, mjög þægilegar og einfalt að búa til kökur - héldust vel saman og allt það, en hefðu mátt vera töluvert bragðmeiri - mun krydda þær betur næst :-)

Falafel með cayenne
1 dós kjúklingabaunir
2 hvítlauksgeirar
1 laukur
1 tsk kóriander
1 msk cumin
1 tsk cayenne pipar
Slatti af steinselju
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1/2 tsk matarsódi
1 msk sítrónusafi

Skar laukinn í fernt og setti hann í matvinnsluvélina,
ásamt kjúklingabaununum ...

Bætti svo út í kóríander ...

Góðum slata af cayanne pipar :-)

Slatta af steinselju

Salt

og pipar auðvitað

Matarsódinn 

og sítrónusafi ... og allt hakkað saman :-)

Gerði svo eins og fyrr, notaði hendurnar til að móta
kúlur og setti svo á pönnuna ...

Þær urðu hálf klessulegar greyin ... mun alveg örugglega
nota egg næst til að halda þeim saman :-)

Sjálfri fannst mér þessar betri, en þær þóttu þó óþarflega sterkar, en það er eitthvað sem hefur þróast hjá mér meðfram þessu bloggi = aukið þol fyrir sterkum mat! En hvað um það, þessar voru betri en ég mæli með ef þið ákveðið að prófa þær að bæta við einu eggi eða svo og setja þá kannski bara 1/2 tsk cayenne pipar.

Að lokum er það aprikósupæið með marsipan sem reyndist góður endir á skemmtilegu kvöldi!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
150 gr smjör, við herbergishita
2 eggjarauður
5 msk strásykur
3 dl hveiti

100 gr marsipan
2 dl rjómi
2 egg
Ca 13 aprikósur, úr dós
2 msk fljótandi hunang

Smjörið og eggjarauðurnar hrærðar saman 

Sykrinum og hveitinu bætt saman við og öllu blandað 

Svo er bara að nota puttana til að móta botninn í pæskálina

Þeyta svo saman marsipani, eggjum og marsipana

Tvær dósir aprikósur :-)

Botninn var bakaður í ofninum við 175°C í 10 mínútur 

Þá var bara að raða aprikósunum í botninn 

Vel og vandlega auðvitað!

Svo var að hella rjómamöndlublöndunni út á :-)

Svo hella hunanginu yfir 

Dóra Hlín gerði það mjög svo fagmannlega 

Svo leit þetta svona út eftir ca. 30 mínútur í ofninum,
hrikalega girnilegt ekki satt? :-)

Já, eftirrétturinn smakkaðist líka virkilega vel, sérstaklega með smá rjóma!  Það var meira að segja notað heilhveiti í botninn þannig að þetta var eiginlega bara pinku hollt líka, ekki verra!

Annars er fullt af bloggum sem bíða, get heldur ekki beðið eftir að prófa fleiri uppskriftir - þetta er ótrúlega gaman og gleður mig auðvitað mest að vita af því að það séu einhverjir sem hafi gagn og gaman af :-)

Meira síðar.

Ummæli