Ústi nad Labem

Ég "skrapp" til Tékklands í síðustu viku til að taka þátt í vinnufundi á vegum RenRen, en Fjórðungssamband Vestfirðinga er aðili að því verkefni. Fundurinn fór fram í héraði sem heitir Ústi og er að mörgu leiti merkilegt, en til að mynda eiga þeir nokkra kastala og fór fundurinn fram í einum slíkum en svo heimsóttum við einnig tvo aðra.

Ég hafði áður heimsótt Prag og verð að viðurkenna að í það skiptið varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum með matinn, en það var þó töluvert bætt út því í þessari ferð.  Fyrra kvöldið borðuðum við í kastalanum þar sem fundurinn fór fram og fengum "miðaldakvöldverð" sem þýddi heilan heeeeeeellllling af kjöti og meira kjöti! :-)  Ég reyndi að taka myndir af öllu sem borið var fram, en náði nú samt ekki myndum af nema hluta matarins, enda streymdi maturinn inn stríðum straumum og alltaf verið að setja eitthvað nýtt á borðið.

Þetta er kastalinn sem við funduðum í

Þar fengum við beikonvafðar kjúklingabringur í 
hádeginu 

auðvitað með kartöflubátum og smá grænmeti,
en þess má geta að grænmetisætur í þessari ferð
áttu vægast sagt erfitt enda ekkert nema kjöt

Um kvöldið hófst miðaldamálsverðurinn, byrjaði með
brauði, grænmeti og osti

Svona osti - einhverskonar reyktur ostur, það 
talaði auðvitað enginn ensku þannig að það gat enginn
útskýrt það almennilega fyrir okkur :-)

Svo kom gúllassúpa í brauði sem reyndist mjög góð

Frakkarnir kunnu að meta mjöðinn og matinn

Svo komu pylsurnar ...

og nauta-tartar (verð að viðurkenna að á þessum
tímapunkti hafði ég fengið nóg og gat ekki fengið mig
til að smakka hrátt nautakjöt ... 

Matarborðið ... 

Þarna má sjá fremst í flokki herta grísafitu,
en í framhaldinu bættist svo við kjúklingaleggir,
og margt margt fleira !

Seinna kvöldið borðuðum við í þessum kastala

Almennilegur matsalur og þjónustan var fyrsta flokks!

Staðurinn hét s.s. Hrad, en ég held að Hnévín þýði kastali

Tékknéskt vín 

Í forrétt var einhverskonar paté með trönuberjasósu
sem smakkaðist hrikalega vel

Í aðalrétt var svínakjöt (sem reyndar dulbjó sig um tíma
sem lambakjöt, en það er önnur saga), beikonvafðar
baunaspírur, steiktar kartöflur og grænmeti til málamynda

Að lokum var borið fram vanillu flan með kirsuberjasósu,
það var virkilega gott en hefði mátt vera aðeins meira
vanillubragð eða kannski bara minna matarlímsbragð :-þ

Jæja, þá vitið þið að það eru a.m.k. tveir staðir sem hægt er að mæla með ef þið eigið leið um Ústi héraðið í Tékklandi :-)

Meira síðar.

Ummæli