Skinkuhorn

Ég skellti í skinkuhorn um daginn með mikilli aðstoð Alejöndru vinkonu minnar.  Í samræmi við það að reyna að vera holl ákvað ég að nota heilhveiti í bland við hvíta hveitið og ég hreinlega get ekki mælt með því.  Ég held það sé kominn tími á það hjá mér að viðurkenna að stundum er bara best að njóta þess að vera með hvítt hveiti, sérstaklega ef það veldur manni ekki vanlíðan :-)

Uppskriftin er eftirfarandi ... 
4 dl hveiti
4 dl heilhveiti
2 tsk þurrger
1 msk sykur
4 dl mjólk
1 tsk salt
1 msk smjör
1 dolla skinkumyrja
Skinka, skorin í bita


Hveiti sett í skál

og svo auðvitað heilhveitið líka ...

Smá ger, öllu blandað saman

Mjólk sett í pott og hituð upp við meðal hita

Sykrinum blandað út í 

Ásamt salti og ...

smjöri sem svo bráðnar saman við mjólkina

Mjólkin hituð þangað til smjörið hefur bráðnað 

Mjólkursmjörblöndunni er svo bætt út i skálina 

og svo er einfaldlega að hræra þetta saman,
 með sleif auðvitað :-)

Að lokum er deiginu hnoðað saman og sett í skál,
í framhaldi svo leyft að hefast

Þegar deigið hefur u.þ.b. tvöfaldast þá er bara að 
slá það niður og hnoða aftur

Mynda lengju og skera í bita ...

Ca. hnefastór biti

Fletja deigið svo út

og þekja með skinkumyrju, mun setja meira af henni næst

skera svo í geira

Setja smá skinku á hvern 

og rúlla svo upp :-)

Bakaði svo í ofninum í ca. 15 mínútur, við 180°C blástur,
eða þangað til gullið og tilbúið.

Ég vona að þið misskiljið mig ekki, hornin voru mjög góð - en ég mun svo sannarlega eingöngu nota hvítt hveiti næst og já, setja meiri skinku og meiri skinkumyrju :-)

Meira síðar.

Ummæli