Sítrónugras risotto með lime-laufa tapanade

Eins og aðrir þá reyni ég reglulega að borða hollara en venjulega, það gengur misvel, en svona heilt yfir þá held ég að ég borði almennt hollt.  Sérstaklega fæ ég reglulega ógeð á kjöti og langar þá að elda eitthvað grænmetis, en lendi stundum í vandræðum með að finna uppskriftir sem mér finnst nógu spennandi.

Það hefur þó breyst til hins betra eftir að ég keypti uppskriftabókina The accidental vegetarian, vá hvað það eru margar spennandi uppskriftir þarna!  Ég er hrædd um að þið gætuð þurft að þola slatta af grænmetisréttum á næstunni :-)

Fyrsta uppskriftin sem ég prófaði var sítrónugras risotto með lime-laufa tapanade og vá, ó vá!  Hrikalega gott!


Ég verð að viðurkenna að ég var hálf hrædd við að prófa risotto, enda segir sagan að það sé erfitt að gera það þannig að vel sé!  Þetta hafðist þó, ótrúlegt en satt og var eiginlega bara ekkert mál.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
4 skallotlaukar, sneiddur
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
450 gr arborio (ég notaði grautargrjón)
Smá sletta af hvítvíni
650 ml kjúklingasoð
Smá sletta af rjóma
Ólífuolía
Salt og pipar

Tapanade
8 kaffir lime lauf, rifin (getið keypt svoleiðis t.d. í asísku búðinni við Hlemm)
100 gr grænar ólífur
1 msk capers
Slatti af ferskum kóríander
1 hvítlauksgeiri
Safi og börkur af 1 lime-i
75 ml ólífuolía

Skallottulaukur ...

skorinn þunnar í sneiðar

Hvítlaukurinn saxaður ...

Laukarnir svo steiktir létt á pönnu í ólífuolíu 

Á meðan laukurinn steikist aðeins þá tók ég til sítrónugrasið

Skar fyrst endana af og notaði svo flötinn á hnífnum
til að þrýsta ofan á til að "brjóta" grasið

Skar það svo í tvennt

og bætti því út á pönnuna

Leyfði þessu að hitna aðeins áður 
en ég bætti við hrísgrjónunum

Mmm... ótrúlega góð lykt af sítrónugrasinu

Hrærði öllu vel saman

Skellti svo slettu af hvítvíni út á þegar hrísgrjónin voru 
farin að verða glær á endunum, hrærði og hrærði öllu 
saman og leyfði hrísgrjónunum að sjúga í sig hvítvínið

Bjó svo til kjúklingasoð með tening ... 

Hellti svo soði út á hrísgrjónin, eina ausu í einu ...

Hrærði svo vel og vandlega eftir hverja ausu og þannig
urðu hrísgrjónin að lokum tilbúin :-)

Þá var bara að salta ...

og pipra og hræra vel saman :-)
Bætti svo út í smá skvettu af rjóma og hrærði saman
rétt áður en ég setti risotto-ið á diskinn.

Þá var það tapanade-ið ... tók fyrst lime-laufin 

Braut þau ofan í matvinnsluvélina ...

og ólívur ...

og capers ...

og kóriander ...

og hvítlauksrif ...

Raspaði svo lime-ið :-)

Mmm... 

Bætti berkinum út í og kreisti svo limesafann út í

Svo var bara að hakka þetta allt saman ... 

Minnka svo hraðann og bæta ólífuolíunni rólega saman við

Voilá, svo var bara að setja risotto í skál og smá
tapanade ofan á ... alger snilld!

Nammi nammi namm hvað þetta var hrikalega gott, algert ævintýri fyrir bragðlaukana, a.m.k. fyrir þá sem finnst lime- og sítrónubragð gott :-) 

Meira síðar.


Ummæli