Miðjarðarhafs-hamborgarar og heilhveiti-hamborgarabrauð

Það verður að viðurkennast að ég er búin að liggja í flensu meira og minna síðan um páskana og matarlystin því miður verið eftir því :-/ Það hefur því ekki beint verið mikil spenna hér á heimilinu fyrir að prófa nýjan mat eða yfirhöfuð hugsa um mat og þar af leiðandi hefur ekki verið mikið um blogg síðustu daga.

Heilsan er þó loks á uppleið og ég fann loksins orku til að gera eitthvað af viti í dag!  Edda Katrín vinkona mín spurði mig um hamborgarauppskriftir fyrir helgi og var því við hæfi að prófa eina slíka, sem mig hefur reyndar lengi langað til að prófa.


Uppskriftin var eftirfarandi ...

Brauðið ...
2 dl mjólk
1 dl vatn
1/2 dl smjör
2 msk þurrger
2 msk sykur
1 1/2 tsk salt
1 egg
3 1/2 dl hveiti
~ 6 dl heilhveiti

Mjólk ...

vatn ...

og smjör, sett saman í pott og hitað upp að suðu ...

Hvíta hveitinu, geri ...

salti ...

og sykri ...

Blandað saman í stórri skál 

Þegar mjólkurblandan er orðin heit 

þá er henni hellt út í hveitiblönduna ... 
og öllu blandað saman

Þá er eggin blandað saman við sömuleiðis ...

Svo er að bæta við heilhveitinu ... 1 dl í einu 

Þangað til úr verður þetta fína deig :-)

Deiginu er skipt upp í 12 búta (mun reyndar hafa það
væntanlega 6 búta næst þar sem brauðin voru 
óþarflega lítil fyrir hamborgarabrauð ...)

Svo var bara að búa til bollur, skella þeim á ofnplötu ...
og leyfa að hefast í ca. 30 mínútur

Skellti þeim svo inn í ofn við 200°C, blástur í ca. 15 mín
og út komu þessi líka glæsilegu hamborgarabrauð :-)

Þau voru reyndar hrikalega góð, mun svo sannarlega gera þessi aftur og eins og áður sagði, þá líklega gera sex brauð í stað tólf þar sem þessi voru óþarflega smágerð!

Hamborgararnir ...
500 gr hakk (notaði svínahakk í þetta skiptið ...)
2 hvítlauksgeirar
~1/2 dl sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
2 msk ferskur kóríander, saxaður
Salt og pipar
Oreganó

Skellti hakki í skál 

Kramdi hvítlaukinn út í skálina ...
(glöggir lesendur sjá að ég endurnýtti 
skálina sem ég notaði til að hnoða brauðið)

Tók til slatta af sólþurrkuðum tómötum ...

Skar þá smátt ...

Skellti út í skálina, ásamt kóríander ...

Notaði svo puttana til að hnoða þessu öllu saman ...
og skipti svo upp og mótaði 4 borgara :-)

Þá hitaði ég ólífuolíu á pönnu og setti borgarana út á ...

Steikti svo vel á hvorri hlið og kryddaði með 
salti, pipar og oreganó :-)  

Nammi nammi, eigum við eitthvað að ræða hvað lyktin var góð??

Að lokum þá gerði ég tómatsalsa til að nota með ...
2 tómatar
1/2 rauð paprika
1/2 grænt chillí
1 rautt chillí
2 tsk balsamic vinegar
1 msk graslaukur, saxaður
1 msk kóríander, saxaður

Fáránlega einfalt ... skera tómata í litla bita 

Skera chillí ...

Líka í litla bita ...

Skera grænt chillí ... 

Líka í litla bita ...

Bæta við kóríander ...

og graslauk úr glugganum :-)

Smá balsamic 

Hræra öllu saman ...

Gleyma næstum paprikunni ... blanda henni saman við :-)

Skella á hamborgara ásamt rúkóla ...
Bara gott!

Jafnvel pinku hollt? :-)

Meira síðar.




Ummæli