Kjúklingabögglar - Nýtt uppáhald!

Eigum við eitthvað að ræða hvað vöruverðið hefur hækkað í matvöruverslunum síðustu vikur??  Fékk pinku sjokk þegar ég fór í Bónus í gær ... :-/

Hvað um það, fann snilldar uppskrift í gær í einni af uppáhaldsuppskriftabókinni minni, sem ég hef reyndar sagt ykkur frá áður - en það er bókin The Secret Ingredient eftir Sally Bee.  Ástæðan fyrir að mér líkar við bókina er að hún er bara með hollar uppskriftir en samt engar öfgar í neina ákveðna átt.  Annað sem er alger snilld við þessa uppskrift er hversu auðvelt er að gera hana fyrir einn og líka auðvelt að gera hana fyrir fleiri :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
4-5 sveppir, sneiddir
1-2 tómatar, skornir í bita
1/2 laukur, skorinn í bita
Ólífuolía
1 dl hrísgrjón
2 dl kjúklingasoð
Dass af worcestershire sósa
Steinselja
Oreganó
2 hvítlauksgeirar
Salt og pipar

Sveppir ...

sneiddir :-)

Tómatur ...

skorinn í bita ...

Laukur skorinn í bita ...

Hrísgrjónum bætt út í, ath þau eru ósoðin! :-)

Worcestershire sósa ...

skellti nokkrum dropum út í ...

kannski aðeins meira en nokkrum :-)

Steinselja ... nammi nammi namm!

Saxaði hana ...

Tveir hvítlauksgeirar, setti þá heila út í 

Smá oreganó

Hellti svo kjúklingasoðinu út í og hrærði svo öllu vel saman

Tók svo langan álpappírsbút og braut saman í tvennt,
setti svo smá bút af smjörpappír í miðjuna og 
reyndi að móta einskonar skál úr álpappírnum

Hellti svo blöndunni úr skálinni í miðjuna á álpappírsskálinni

Skellti svo kjúklingabringu í miðjuna og saltaði og pipraði
og setti svo smá graslauk úr eldhúsglugganum út á líka :-)

Lokaði þessu svo vel og vandlega og skellti í ofninn
í 45 mínútur við 200°C blástur.

Á meðan gat ég dundað mér við að læra og slappa 
aðeins af og eftir 45 mínútur var lítið annað að opna
böggulinn og voilá ...

Fullbúin máltíð!

Svo var bara að skella þessu á disk og borða,
kjöt, meðlæti og alles fullbúið án of mikilla átaka.
Mæli með að nota fetaost með, gerir enn betra :-)

Þetta var eiginlega alger snilld, besta er samt að maður getur búið til böggulinn um morguninn áður en maður fer í vinnuna og svo skellt honum í ofninn þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn og svo dundað sér aðeins heima við á meðan, t.d. skellt sér í bað eða eitthvað þvíumlíkt og málið er dautt!

Meira síðar.

Ummæli