Heimagerð pizzasósa fyrir kvöldið

Úff, þessi flenslingur stoppaði lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir = fann ekkert bragð, almennt lystarleysi og mikið sofið = lítið borðað og lítið bloggað!

Eeeen ég held ég geti núna sagt í alvöru (jájá, hlæið bara :-), að ég sé orðin betri og því löngu kominn tími á blogg.

Í tilefni Eurovision, og því að það eru örugglega allir að gera pizzu í kvöld, þá datt mér í hug að deila hér pizzasósu sem ég bjó til fyrir fyrra undanúrslitakvöldið, ég bjó sem sagt til 6 pizzur og þessi uppskrift hefði dugað á ca. 8-10 pizzur, en ég blandaði raunverulega bara saman einhverju sem ég hélt yrði gott og krossaði svo fingur :-)

Innihaldsefnin voru eftirfarandi ...
4 dósir (140 gr) tómatpúrré
2 dl vatn
1-2 dl ólífuolía
~2 msk oreganó
~2 tsk steinselja
1-2 msk basilíka
Salt og pipar

Skellti tómatpúrré-inu í skál og hrærði saman með gaffli

Setti svo saman við vatnið, hrærði vel saman

Svo setti ég góðan slatta af ólífuolíu, setti hálfan dl í einu
og hrærði svo vel á milli þangað til að áferðin var orðin 
eins og ég vildi hafa hana :-)

Svo blandaði ég út í öllum kryddjurtunum, notaði 
þurrkaðar í þetta skiptið þó auðvitað sé skemmtilegra
að nota ferskar, þær eru bara svo hræðilega dýrar ...
og þessar þurrkuðu virka líka mjög vel, nota bara
aðeins meira :-)

Vona að þið eigið yndislegt júróvisjón kvöld og hlakka til að deila með ykkur fleiri uppskriftum, enda komin aftur í stuð eftir að hafa keypt nýja uppskriftabók í gær!  Svo er planið að næsta tilraunaeldhús þema verði landið sem vinnur í kvöld þannig að krossa fingur að e-ð matargott land vinni!

Meira síðar.

Ummæli