Gulrótarmuffins

Ég skellti í gulrótarmuffins fyrir afmælið hennar mömmu á fimmtudaginn, aðeins að reyna að hjálpa til :-)   Ég hafði nú einhverntíma gert gulrótarköku, en aldrei gulrótarmuffins - en ákvað eftir smá umhugsun að nota einfaldlega gulrótarkökuuppskrift, lagfæra hana aðeins og veðja á aðeins styttri baksturstíma ... gekk betur en á horfðist um tíma og smökkuðust þær barasta mjög vel!

Uppskriftin endaði svona ...
4 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/2 tsk allrahanda
1/2 tsk negull
1/2 tsk salt
2 dl sykur
1 1/2 dl matarolía
4 egg
1/2 dl appelsínusafi
3 gulrætur, fínt rifnar
1 valhnetupoki (100 gr)

1 askja rjómaostur
3-400 gr flórsykur
~50 gr smjör, mýkt
1 msk vanillusykur

Hveitið mælt, vel og vandlega ...

Setti það svo í sigti, ásamt hinum þurrefnunum ...
fyrst matarsóda ...

svo lyftiduft ...

Kanill ...

Negull ...

Allrahanda ...

Múskat ...

Salt ...

Allt sigtað saman í stóra skál

Bætti svo saman við sykrinum og blandaði saman

Tók svo til matarolíuna

og hrærði olíunni saman við fjögur egg

Blandaði þessu vel og vandlega saman

og hellti svo saman við þurrefnin ...

Blandaði svo öllu saman með plastsleikju

Setti svo smá appelsínusafa saman við 

Mmm... leit rosa vel út :-)

Þá reif ég niður gulræturnar

Frekar fínt rifið 

Blandaði þeim svo saman við deigið

Var svo með valhnetur 

og saxaði þær niður með hníf

Bætti svo líka saman við deigið

Setti deigið svo í form, þetta dugaði í 18 muffins

Leit svona líka vel út þegar þetta kom úr úr ofninum,
bakaði í 20-25 mínútur við 180°C, blástur

Þá var að gera kremið en afmælisbarnið hafði óskað
sérstaklega eftir rjómaostkremi ...
setti rjómaostinn í skál 

Ásamt smá smjöri, sem ég mýkti örstutt í örbylgjunni

Sigtaði svo saman við góðan slatta af flórsykri 

Mmmm.... 

Notaði svo handhrærivél til að hræra þetta allt saman

Leit svona út að lokum,
verð að viðurkenna að ég bað mömmu að setja
kremið á þar sem ég var orðin of sein á bæjarstjórnarfund 
Lítur bara vel út :-)

Einfaldar og góðar muffins, a.m.k. er ég alltaf hrifin af krydduðum kökum og þessar eru mjög góðar, mæli með þeim!

Meira síðar.

Ummæli