Fyrsti gestakokkurinn: Díana Jóhannsdóttir - Grillaðar kjúklingabringur, sætar kartöflufranskar og tzatziki sósa

Eins og svo oft áður hef ég verið að velta fyrir mér hvernig ég geti þróað bloggið áfram og ein hugmyndin sem ég hef gengið með í svolítinn tíma er að vera með gestakokka :-)  Það er nefnilega alveg hreint ótrúlegt hvað það eru margir í kringum mig að gera spennandi hluti í eldhúsinu og margt sem vert er að deila með heiminum, eða a.m.k. þeim sem lesa íslensku!

Nú er það svo, eins og áður hefur komið fram, að fylgifiskur þessarar leiðinda flensu hefur verið leiðinda lystarleysi og því ekki beint verið fjör í eldhúsinu á þessu heimili.  Þetta var þess vegna tilvalinn tími til að láta bjóða sér í mat og biðja um leyfi til að taka myndavélina með.

Í þetta skiptið vildi svo vel til að Díana vinkona mín bauð mér í mat á seinna undanúrslitakvöldinu og bauð upp á mjög svo áhugaverðan mat; grillaðar kjúklingabringur, sætar kartöflufranskar og tzatziki sósu sem er ótrúlega góð  grísk sósa sem hentar virkilega vel með, t.a.m. grilluðum mat.

Innihaldsefnin voru eftirfarandi ...
Kjúklingurinn
Kjúklingabringur
Hvítlaukduft
Kjúklingakrydd
Ólífuolía

Sætar kartöflufranskar
2 sætar kartöflur
Ólífuolía
Salt
Pipar

Tzatziki sósa
1 gúrka
Grísk jógúrt
2-3 hvítlauksrif
Ólífuolía
Blasamik gljái
Salt
Pipar

Díana tilbúin með sniðuga flysjarann sinn

Byrjað á að hreinsa sætu kartöflurnar ...

Skera svo kartöfluna í tvennt ...

og skera svo helmingana í franskar, 
fyrst skorið í þykkar sneiðar

Svo í "franskar"

Kartöflunum skellt í ofnfast form

Góðum slatta af ólífuolíu hellt yfir ...

ásamt smá slatta af salti ...

og auðvitað pipar ... 

Hræra svo vel í til að blanda öllu saman,
Svo er þetta sett inn í ofn við 200°c og 
leyft að vera inni í ofninum í ca. 20-30 mín.
Reyndar fylgdi sögunni að það væri enn
betra að skella hlynsýrópi yfir kartöflurnar
og steikja þær upp úr því síðustu 10 mínúturnar,
en það skemmir pinku hollustuna, en gerir 
kraftaverk fyrir bragðið :-)

Þá voru það kjúklingabringurnar, en Díana beitti þessari
snilldar aðferð til að marinera þær, setja þær í plastpoka
ásamt ólífuolíu og smá slatta af kryddi og nudda öllu
vel saman :-)  Leyfa þeim svo að draga í sig kryddið
í smá tíma.

Á meðan kjúklingabringurnar fengu að marinerast aðeins
var lítið annað að gera en að hefjast handa við sósugerðina,
Díana byrjaði á að rífa niður gúrku í skál ...

Þegar gúrkan hafði öll verið rifin þá kreisti hún gúrkuna 
og hellti af mesta vatninu, til að sósan yrði ekki alltof
blaut og vatnsmikil ...

Svo var það gríska jógúrtin ...

bætt saman við gúrkuna ...

Ásamt hvítlauknum ...

Ólífuolíu ... 

Balsamik gljáa ...

Mmm... lítur vel út :-)

Smá salt ...

og auðvitað smá pipar! Öllu svo hrært saman og 
svo sett í minni skál og leyft að standa í smá stund :-)

Eigum við eitthvað að ræða hvað þessi sósa er góð?

Þá voru það kjúklingabringurnar, en Díana og Nonni
eru svo heppin að eiga George Foreman :-)

Þannig að bringurnar fengu bara að grillast í rólegheitunum
og litu svona vel út tilbúnar :-)

og loks, voilá, sætar kartöflufranskar!

Allt í allt, einföld og þægileg máltíð sem smakkast virkilega vel, sérstaklega erfitt að hætta að borða sætu kartöflurnar með góðum stórum slatta af sósu! Mæli með þessu við öll tækifæri, sérstaklega þar sem þetta er svo hollt og gott í ofanálag :-)

Meira síðar.

Ummæli