Tilraunaeldhúsið - Forforréttur: Chilli-ostasósa

Ég skellti í stórt og gott tilraunaeldhús í gær og í þetta skiptið átti þemað að vera Suður-Ameríka, en það verður þó að viðurkennast að það endaði eiginlega í Mið-Ameríku og Karabískahafinu :-)  Það kom þó ekki að sök enda smakkaðist þetta allt saman hrikalega vel!

Vegna þess að þetta eru nokkrar uppskriftir ákvað ég að skipta þessu bloggi upp í fernt og koma þau inn í dag, morgun, hinn og hinn og eru sem sagt forforréttur, forréttur, aðalréttur og eftirréttur :-)  Allir voru þessir réttir hver öðrum betri og var það samdóma álit gesta að erfitt væri að gera upp á milli réttanna, sumir nefndu forforréttinn, aðrir súpuna og enn aðrir aðalréttinn.  Sjálfri fannst mér þeir allir vera frábærir en borða svo sem alltaf minnst sjálf enda búin að vera að smakka til allan daginn :-)

Fyrsti rétturinn sem hér birtist er ostasósan sem var í forforrétt, við borðuðum nokkuð seint og var þess vegna tilvalið að vera með með forforrétt fyrir byrjun kvöldsins ... Í þetta skiptið ákvað ég að gera chilli-ostasósu og tortillaflögur og nammi nammi namm - algerlega alger snilld!!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
4 græn chillí
1 msk matarolía
1/2 rauðlaukur, fínt skorinn
400 gr ostur (notaði e-n goudaost)
2 msk sýrður rjómi
150 ml rjómi
2 tómatar, kjarnhreinsaðir og skorinn í bita
1 msk tequila (setti bara eina væna slettu)
Tortillaflögur

Græn chilli, tékk!  Skar toppinn af og skar í sneiðar

Skellti lauknum á pönnuna og leyfði að mýkjast 

Á meðan reif ég ostinn

Mmm... fullt af osti :-)

Skellti honum svo á pönnuna ...

Ásamt sýrða rjómanum ...

og alvöru rjómanum og hrærði vel í ... allt við lágan 
hita þangað til osturinn hafði bráðnað

Skar tómatana í tvennt, losaði kjarnana úr og skar 
tómatinn sjálfan svo í bita 

Osturinn bráðnaður og þetta farið að líta út eins og blanda

Skellti svo tómötunum og chillinu út í og hrærði vel saman.
Bætti svo við smá 

Verð að viðurkenna að í öllu brjálæðinu við eldamennskuna í gær gleymdi ég að taka mynd af lokaútkomunni :-)  En það kemur ekki að sök, þetta leit ekkert mikið öðruvísi út en hér fyrir ofan nema að chillíið og tómatarnir voru auðvitað blönduð í ostinn!  

Sósan var svo borin fram í skál ásamt tortillaflögum.  Þetta var virkilega gott og eiginlega fáránlega einfalt, keypt ostasósa hvað!

Á morgun er það svo forrétturinn - TexMex súpa með avocado salsa og brauði frá Belize. 

Meira síðar.


Ummæli