Tilraunaeldhúsið - Eftirréttur: Kókosbúðingur

Þá er loksins komið að rúsínunni í pylsuendanum, sjálfum eftirréttinum!

Það var úr nokkuð vöndu að ráða þegar kom að eftirréttinum.  Það var mjög freistandi að fara í e-ð sykursætt eins og flan eða e-ð þvíumlíkt, en mér fannst samt mikilvægt að eftirrétturinn væri léttur og ferskur eftir allt þetta bragðsterka sem á undan var. Í ofanálag þá hafði ég eiginlega ekki tíma til að standa í eldhúsinu allan daginn þannig að ég vildi líka gera e-ð sem ég gæti helst gert kvöldið áður, eða a.m.k. um morguninn ...

Vegna alls þessa valdi ég að lokum að gera kókosbúðing. Ég hafði miklar efasemdir um hann, fannst hann ekki þykkna nógu vel o.s.frv., en nammi nammi namm, þvílíka snilldin!  Hann var ótrúlega léttur og svalandi eftir forréttinn og aðalréttinn og það sem var enn sniðugara var að hann var borinn fram með rjóma, en þannig gat hver og einn stjórnað því hversu mikill rjómi var með (frábært fyrir lúða eins og mig sem eru með mjólkuróþol, næg mjólk var í þessu samt :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
2 dl sykur
2 dl vatn
1 kanilstöng
4 dl kókosmjöl, gróft
6 dl mjólk
4 egg
175 ml rjómi
Rifinn appelsínubörkur

Byrjaði á því að setja sykur í pönnu ... athugið 
að ég gerði tvöfalda uppskrift, þess vegna ekki alveg
að marka allt magn á myndunum :-)

Bætti svo við vatninu og kanilstönginni ...

Leyfði suðunni að koma upp ...

Leyfði þessu að sjóða í ca. 5 mínútur

Bætti þá kókosmjölinu saman við ...

Hrærði því svo vel saman við og leyfði að hitna við 
lágan hita, í ca. 5 mínútur ...

Bætti þá við mjólkinni ...

Hrærði reglulega í og leyfði þessu að þykkna aðeins ...

Á meðan setti ég eggin í vel stóra skál ...

og þeytti þau vel og vandlega ...

Fjarlægði svo kanilstöngina og slökkti undir pönnunni ...

Skellti svo kókosblöndunni saman við eggin ...

Hrærði vel og vandlega aftur :-)

Skellti blöndunni svo út í stóran pott og kveikti undir

Hrærði reglulega í við lágan hita þangað til blandan 
hafði þykknað sæmilega ...

Skellti þessu þá aftur í stóru skálina ...

og svo einfaldlega plast yfir og út á svalir :-)

Sem sagt, hrikalega vel heppnað matarboð (þó ég segi sjálf frá) og skemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki! Þetta verður svo sannarlega endurtekið fljótlega :-)





Meira síðar.

Ummæli

Dóra Hlín sagði…
Þessi kókosbúðingur var algjört yndi og punkturinn yfir i-ið á frábærri máltíð. Kannski ég prófi hann einhverntíma sjálf ;)