Tilraunaeldhúsið - Aðalréttur: Karabískt lambakurrý

Þá er komið að AÐALréttinum :-)  Hann var auðvitað alveg hreint hrikalega góður, örlítið sterkur en þó töluvert mildari en forrétturinn.  Allir réttirnir slógu í gegn þetta kvöld, en þessi réttur fékk líklega flest atkvæði og því ætti að vera óhætt að mæla með þessum!

Með þessu bauð ég upp á brauðið frá Belize áfram og algert snilldar salsa með sætum kartöflum sem var eiginlega næstum betra en aðalrétturinn (í mínum huga a.m.k. :-)

Lambakurrý uppskriftin var eftirfarandi ...
900 gr lambakjöt (var með innralæri)
4 msk karrýduft
3 hvítlauksgeirar, kraminn
1 stór laukur, skorinn í bita
1 tsk timijan
3 lárviðarlauf
1 tsk allrahanda
2 msk matarolía
50 gr smjör
900 ml kjötsoð (notaði bara kjöttening í 900 ml heitt vatn)
1 rautt chilli, saxað
Ferskur kóríander, búnt
Hrísgrjón

Kjötið tilbúið til skurðar!

Skar það í svona sæmilega munnbita ...

Setti svo saman í skál ...

Karrý og hvítlauksrifin tilbúin til notkunar 

Blandaði því aðeins saman í skál ...

Þá var það laukurinn ...

Skar hann í bita ...

Hellti svo karrý-inu, lauknum og timijaninu út á kjötið ...

ásamt lárviðarlaufunum ...

og allrahanda ...

og olíu :-)

Blandaði þessu svo vel saman og leyfði að marinerast 
í ca. 5-6 tíma :-)

Svo skellti ég smjöri í pottinn og leyfði að bráðna ...

Skellti kjötinu svo út á og steikti í smá stund ...

Gerði til soðið, hellti því út á kjötið og leyfði þessu svo
að sjóða í 1 1/2 tíma ... reyndar sauð þetta í eins og
2 1/2 tíma og það varð ekkert verra fyrir vikið :-)


Nammi nammi namm, lítur svaka vel út ekki satt??

Þetta var virkilega góður réttur og alger snilld að hafa brauðið með til að þurrka upp sósuna :-)   Með þessu var ég með tómatsalat með mangó-i og svo fyrrnefnt salsa með sætum kartöflum sem var alger snilld og fáránlega einfalt!  Enn meiri snilld var að ég gat útbúið það fyrr um daginn og leyft því svo að marinerast og jafna sig þangað til tími var til að bera það fram :-)

Uppskriftin að salsanu var eftirfarandi ...
1 stór sæt kartafla
Safi af einni stórri appelsínu
Þurrkað chillí
3 vorlaukar
Safi af lime-i

Sætar kartöflur, tékk!

Skar þær í litla kassalaga bita

Setti saman í skál ...

Þurfti að nota börk af appelsínu í eftirréttinn, þannig
að ég raspaði appelsínuna ...

og setti börkinn í skál og inn í ískáp og bar
fram með eftirréttinum :-)

Svo skar ég appelsínuna í tvennt og kreisti til að fá safann

Á meðan skellti ég sætu kartöflunum í sjóðandi vatn
og leyfði að sjóða í nokkrar mínútur, hátt í 10 mín líklega
leyfði þeim svo að jafna sig í pottinum í ca. 5 mínútur
með slökkt á hellunni en lokið á pottinum ...

Setti svo appelsínusafann í skál ...

Skar vorlaukinn ...

í frekar litla bita og setti út í skálina með appelsínusafanum

ásamt þurrkuðu chillí-i ...

Þetta var alveg pinku girnilegt :-)

Skellti sætu kartöflunum út í skálina eftir að hafa hellt
vatninu vel af þeim og kælt þær niður með köldu vatni

Blandaði þessu svo öllu vel saman ...

Setti plast yfir og skellti út á svalir og leyfði þessu að
marinerast þangað til maturinn var tilbúinn :-)

Bar þetta svo fram með aðalréttinum og vá hvað þetta
gerði mikið ... virkaði ótrúlega kælandi og bragðgott
á móti kurrý-inu :-)

Verð að viðurkenna að garnirnar gaula hreinlega í mér að rifja þetta upp ... sérstaklega þar sem þetta er með lengri dögum sem ég hef upplifað ... góður dagur samt sem áður en þreyttur ... *geisp* ... :-)

Eftirrétturinn á morgun!

Meira síðar.

Ummæli

Hrefna sagði…
Mmmm tetta er girnilegt, aldrei ad vita nema eg profi einhvern timann! Virtist ekki einu sinni vera svo mikid vesen :)
Vestfirðingurinn sagði…
Nei, þetta var eiginlega bara fáránlega einfalt og þægilegt - alveg sérstaklega þægilegt þegar margir eru í mat :)

Hlakka til að sjá þig eftir bara "nokkra" daga :)
Hrefna sagði…
Sømuleidis :)