Súkkulaðikaka með súkkulaðikremi

Í tilefni þess að í dag er sunnudagur þá skellti ég almennilega í súkkulaðiköku!  Raunar er það fílósófía mín að í raun þurfi aldrei ástæðu til að skella í súkkulaðiköku, heldur eigi ein slík rétt á sér hvenær sem er, hvort sem er með eða án tilefnis.  Þá eru súkkulaðikökur góðar fyrir sálina ... þó ég viti reyndar ekki hvað Ester segir við þessu á morgun ... en sjáum til :-)

Þetta var sum sé snilldar súkkulaðikaka eftir uppskrift úr bókinni hennar Ree Drummond og ég mæli hiklaust með henni, hrikalega einföld og þægileg líka :-)

Uppskriftin var eftirfarandi:
115 gr suðusúkkulaði
226 gr smjör
4 dl sykur
4 egg
3 tsk vanilludropar
2 1/2 dl hveiti

Kremið
226 gr smjör, mýkt
1 pakki flórsykur
1/2 dl kakóduft
1/4 tsk salt
3 tsk vanilludropar
1 dl kaffi, kælt aðeins

Setja suðusúkkulaði í skál og skella í örbylgjuofninn 
við lágan styrk í ca. mínútu

Á meðan tók ég til smjörið ...

Bráðið súkkulaði, tékk!

Tók þá til sykrið...

og setti ásamt smjörinu í hrærivélina 

og hrærði saman vel og vandlega ...

Bætti svo eggjunum út í og blandaði vel saman ...

Setti svo á hægan hraða og hellti bráðna súkkulaðinu
rólega saman við ...

Bætti svo vanilludropunum saman við ...

og að lokum hveitinu ...


Hrærði svo hveitinu vel saman við ...

Skellti deiginu svo í smurt form 

Jafnaði það vel út :-)

Skellti kökunni svo í ofninn, bakaði í c.a 45 mínútur
við blástur og 160°C.

Þegar kakan var tilbúin gerði ég eins og alvöru húsfrúr 
gera, a.m.k. í bíómyndunum, setti kökuna á gluggakistuna
með opinn gluggann til að láta hana kólna ...
Á meðan hófst ég handa við að búa til kremið og skellti 
saman flórsykri, salti, kakó og vanilludropunum 

Bætti svo út í 1 dl nýlagað kaffi 

og svo hrærði ég þessu öllusaman vel og vandlega saman
Nammi namm hvað þetta var gott :-)

Svo var ekkert annað að gera en að skella kreminu
ofan á kökuna ...

og dreifa svo vel úr því ... virkilega þykkt og gott
lag af kremi á þessari :-)
Leyfði henni svo að kólna í smá stund í viðbót áður en ...

kakan var borin fram og hlaut hún 
góða dóma viðstaddra 

Virkilega góð þessi, en maður borðar samt ekki mikið meira en hálfa/eina sneið af henni ... virkilega mettandi :-)  Gerði svo raunar einnig virkilega góðar hafrakökur, en þær koma inn seinna.

Meira síðar.

Ummæli