Pasta fyrir matvanda

Þetta verður nú hálfgert örblogg í þetta skiptið, en mig langaði að deila þessari uppskrift með ykkur.  Eflaust þekkja flestir hana en aldrei að vita nema einhverjir geti lært eitthvað nýtt :-)

Málið er nú þannig að stundum þegar maður býður í mat þá er maður pinku tvístígandi hvað eigi að hafa, sérstaklega þar sem fólk hefur oft mismunandi smekk, sumir borða ólífur ... aðrir ekki, sumir borða papriku ... aðrir ekki og svona mætti lengi halda áfram!  Til að bregðast við þessu er ég orðin ótrúlega klár í að búa til pasta fyrir "matvanda" sem allir geta borðað.

Það sem ég geri er einfaldlega að sjóða pasta, sker niður allt það grænmeti sem ég á í ískápnum í hvert skipti, t.a.m. papriku, tómata, ólífur, gúrku, kál, blaðlauk, steiki jafnvel sveppi, beikon eða kjúkling - já, einfaldlega nota það sem er til.  Ég set þetta svo allt í sérskálar (eða svona því sem næst) og svo getur fólk enfaldlega sett saman sitt eigið salat eftir eigin smekk = alger snilld, sérstaklega ef börn eru í mat :-)

Með þessu hef ég svo haft hvítlauks/chillí olíu sem er hrikalega góð ...
1 dl ólífuolía
5 hvítlauksrif
1 þurrkað chilli (eða smátt skorið ferskt)

Olían er sett í pott, og hvítlaukurinn sömuleiðis ...

sems og chillí-ið, meðalhiti settur undir

Svo er þessu leyft að mallast í ca. 5 mínútur, hræri 
einstaka sinnum í og helli svo í flösku, einfalt gott og þægilegt!

Hér má sjá pastað í öllu sínu veldi  :-)

Þetta er algert snilldar pasta, virkilega einfalt eða í rauninni eins flókið og maður vill hafa það.  Þá er það algerlega streitulaust og bara gott!  Mæli við þessu við hvaða tækifæri sem er, sérstaklega í veislur eða slíkt, enda geta allir fengið eitthvað gott!

Meira síðar.

Ummæli