Ljúffengar hafrakökur

Svona til að vega upp á móti óhollustu súkkulaðikökunar á sunnudaginn þá skellti ég líka í hafrakökur úr sömu bók og áður.  Þessar kökur eru eiginlega alger snilld, 10 mínútur inn í ofninum og þá eru þær tilbúnar. - gæti varla verið þægilegra!  Það besta er þó líklega sú staðreynd að hægt er að gera deigið fyrirfram og geyma í frysti í dágóðan tíma og þá er nú lítið mál að kippa þeim út og inn í ofninn þegar gesti ber óvænt að garði.

Uppskriftin ...
100 gr pekanhnetur
2 dl matarolía
2 dl púðursykur
2 dl sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
3 dl hveiti
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
6 dl haframjöl

Pekanhnetur tilbúnar til skurðar ...

Skar þær í litla bita og setti til hliðar

Sykurinn setur í skál 

ásamt púðursykrinum 

og matarolíu

Hrærði þetta svo vel saman ...

Í lítilli skál braut í tvö egg

og bætti út í vanilludropunum ...

Hrærði þetta saman með gaffli

Hellti þeim svo út á sykurblönduna og hrærði saman

Þá bætti ég saman við hveitinu, salti og matarsóda ...

Hrærði þetta allt vel saman 

Þangað til að þessi nokkuð þykka blanda hafði myndast

Þá var lítið annað að gera en að bæta höfrunum og 
pecan hnetunum út í 

og hræra vel og vandlega saman ... notaði puttana bara
til að gera það undir það síðasta :-)

Skipti deiginu svo í tvennt og myndaði tvær langar ræmur

Pakkaði þeim svo  inn í bökunarpappír og setti í kæli
í smá stund 

Tók deigið svo út úr kælinum ...

og skar deiglengjurnar í þunnar sneiðar

og kom þeim svo fyrir á oftplötu og skellti þeim inn í 
ofninn og bakaði við 180°C í 10 mínútur

Svona litu þær út þegar þær komu út úr ofninum ...
hafði þær inni reyndar í 15 mínútur sem var of lengi,
þær eru mjúkar þegar þær koma út en eru fljótar 
að harna þannig að haldið ykkur við 10 mínútur :-)

Virkilega bragðgóðar og skemmtilegar kökur, mæli hiklaust með þeim!

Meira síðar.

Ummæli