Ítalía í öllu sínu veldi: Primo - Raviolo Aperto

Gleðilega páska kæru vinir!  Vona að þið hafið öll átt yndislegar stundir með vinum og fjölskyldu, borðað mikið og hlegið meira.  Ég tók mér góða pásu frá blogginu og eldamennsku, enda tímanum betur eytt í Aldrei fór ég suður og smá lærdóm um páska :-)  Við eigum þó heilmikið inni, enda enn nokkrir réttir eftir frá ítalska kvöldinu góða á miðvikudaginn síðasta!

Eins og ég nefndi þá voru 8 réttir og við erum nú komin að öðrum aðalréttinum: Primo!  Primo réttirnir eru yfirleitt einhverjir pastaréttir eða t.a.m. risotto, léttari aðeins en secondo.  Ég velti þessu heillengi fyrir mér, en eftir mikla umhugsun þá ákvað ég að þar sem ég væri með lamb í secondo (kemur í næsta bloggi) þá væri eðlilegt að vera ekki með kjöt í primo.  Eftir að hafa flett fram og til baka í Silfurskeiðinni ákvað ég að prófa Raviolo Aperto eða Opið Raviolo, eða til að skýra það enn frekar heimagert raviolo með hörpudiskfisk og fersku engifer.

Þetta var virkilega spennandi uppskrift, sérstaklega þar sem ég hafði aldrei áður gert ferskt pasta og heldur aldrei eldað hörpudisk og þetta óx mér alveg ótrúlega mikið í augum, sérstaklega hörpudiskurinn!  Vissuð þið til dæmis að ef þið eldið hann of mikið þá breytist hann í skopparabolta? :-)

Uppskriftin var eftirfarandi:
Steinseljupasta:
200 gr hveiti
2 egg

Grænt pasta:
200 gr hveiti
160 gr spínat
2 egg
Salt

Fylling:
12 stór steinseljulauf
~800 gr hörpuskelfiskur
10 cm bútur af engiferrót
240 gr smjör
200 ml þurrt hvítvín
Salt og hvítur pipar

Byrjaði á því að gera steinseljupastadeigið, sigta hveiti ...

Beint á borðið ...

Gerði svo holu í miðjuna og braut 2 egg þar ofan í

Hnoðaði svo vel og lengi (ca. 15 mín) og leyfði því 
svo að jafna sig í plastpoka í aðrar 15 mínútur.

Á meðan undirbjó ég græna pastað með því að setja
spínat í pott ásamt salti og fullt af vatni og leyfði
að sjóða í ca. 5-10 mín.

Endurtók leikinn, sigtaði hveiti á borðið ...

Hellti af spínatinu og reyndi að losna við mestu bleytuna

Skellti því svo á bretti og ...

saxaði smátt

Bætti svo eggjunum við hveitið ...

og svo spínatinu ofan á ...

og hnoða hnoða hnoða ... lenti í smá vandræðum með 
þetta deig vegna þess að það var of blautt, en þá var bara 
að vera þolinmóð og hnoða, setja meira hveiti, hnoða ...

Pastavélin komin á sinn stað!

Tók deigið og skipti því í fjóra búta

Tók fyrsta bútinn og flatti út

Fyrst með tiltölulega breiðri stillingu ...

Svo aftur og aftur ...

Þangað til það var orðið ca. 3 millimetrar á þykkt

Þá var að skera deigið í bita

en þar sem ég var með 11 manns í mat þá þurfti ég
24 bita

Setti svo steinselju á helminginn ...

notaði svo hinn helminginn sem lok, penslaði þá með
smá olíu áður en ég "lokaði" þeim

Þá var bara að skella bitunum aftur í gegnum pastavélina

og í kjölfarið litu þeir ca. svona út :-)

Skellti þeim svo til að þorna aðeins á hreinu viskastykki

Þá var það græna deigið ...

Það var aðeins minna vesen, en þá þurfti ég að gera
ellefu 10 cm bita.  Skellti þeim svo í viskastykki sömuleiðis
og einfaldlega rúllaði þeim svo upp saman til að þetta
héldist allt slétt og fellt meðan ég gerði fyllinguna.

Rífa engiferið, kreisti svo safann úr því í skál, 
henti svo kjötinu

Skar svo hörpudiskinn í tvennt

Kryddaði vel með salti og pipar

Þá var lítið annað að gera en að stökkva í djúpu laugina
og hita pönnuna og bræða smjör ... 

skella hörpudisknum á pönnuna, en bara í örfáar mínútur

Tók kjötið svo af pönnunni og setti í skál,

en hélt eftir soðinu á pönnunni!

Bætti við smjöri og hellti engifersafanum út í og 
leyfði þessu að malla vel saman :-)

Þá var lítið annað að gera en að hefjast handa við
að sjóða pastað!

Setti helling af vatni og slatta af salti í risastóran pott 
Skellti svo græna pastanu út í og leyfði að sjóða
í nokkrar mínútur (þarf minni suðu en það þurrkaða)

Skellti svo einu grænu laufi á diskinn ...

Skellti svo hörpudisknum aftur út í soðið og leyfði 
að sjóða nokkrar mínútur ...

Á meðan sauð steinseljupastað :-)

Þá setti ég eina kúfaða skeið af hörpudisk og sósu 
á hvern disk, ásamt einu til tveimur laufum 
af steinseljupastanu, lítur vel út ekki satt? :-)

Restina af hörpudisknum og sósunni skellti ég svo 
einfaldlega á disk og fólk gat þá fengið sér eins og
það vildi af honum :-)

Örlítið flókinn en skemmtilegur réttur, lúkkar pinku prófessíjónal sem skemmir ekki fyrir.  Engiferbragðið reyndist eiga alveg sérstaklega vel saman með hörpudisknum og pastað smakkaðist sömuleiðis vel, sérstaklega þetta græna :-)  

Næst er það lambið sem þurfti að þola alveg einstaka meðferð, byrjaði á því að kveikja á því og sauð það svo í 5 tíma, hljómar spennandi ekki satt?

Meira síðar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Và! Ekkert smà spennandi og girnilegt!
Èg bakadi einmitt upp ùr Silfurskeidinni um pàskana, sìtrònupæid. Ofsalega gott à bragdid en madur tharf helst ad eiga pæform eda passa ad thad sè ekki mikid deig "à lausu" sem getur brunnid og ordid ljòtt.

Kv. Sigga
Vestfirðingurinn sagði…
Takk kæra Sigga :) Skondið að þú skulir nefna sítrónupæið, var alveg heillengi að gera upp við mig hvað ég vildi hafa í eftirrétt og íhugaði sítrónupæið lengi vel, en þurfti svo að takmarka mig aðeins vegna tímaskorts og endaði á tiramisú, verð að tékka á sítrónupæinu síðar greinilega :)