Grillaðir kjúklingaleggir með mangó-salati og bbq sósu

Skellti í grillaða kjúklingaleggi í tilefni af því að mamma og pabbi voru að koma í mat. Verð að viðurkenna að eins og mér finnst kjúklingur góður þá hef ég aldrei verið neitt súper hrifin kjúklingaleggjum og kjúklingavængjum, þess vegna er það pinku átaksverkefni hjá mér að finna kjúklingaleggja uppskrift sem mér líkar við, gengur hægt en fyrsta tilraun var sem sagt gerð í dag.

Uppskriftin var svo sem ekki flókin, byrjaði þó á að svindla á mareneringunni og hafði hana bara á í 6 klukkustundir í stað 24-48 klukkustunda eins og uppskriftin sagði ... ákvað að það kæmi varla að mikilli sök :-)

Uppskriftirnar var eftirfarandi ...
2 dl matarolía
2 laukar
4 skallíon laukar
4 rauð chillí
1 1/2 msk malað engifer
6 hvítlauksgeirar
2 msk timijan
4 msk rauðvínsedik
2 msk ljós púðursykur
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/4 tsk negull
2 tsk allrahanda
1 tsk salt
1/2 tsk malaður svartur pipar
2 tsk lime safi
~ 12 kjúklingaleggir

Skera laukinn ...

gróft í báta ...

skar svo skallíonlaukinn í tvennt

Mmmm... chillí

Skar þau líka í tvennt og tók auðvitað toppinn af

Engiferinu bætt út í

Hvítlaukurinn, skar endann af og hreinsaði, skellti þeim
svo heilum út í matvinnsluvélina

Timijan ...

Rauðvínsedik ...

Ljós púðursykur ...

Kanill ...

Múskat ...

Allrahanda ...

Negull ...

Salt ...

og pipar ...

Lime safi

og að lokum olían ...

Allt komið saman í matvinnsluvélina og þá var lítið annað
að gera en að leyfa henni að vinna sína vinnu ...

og hakka þetta allt saman vel og vandlega saman :-)

Þá var komið að kjúklingaleggjunum ... stakk þá
með gafli sundur og saman ...

og raðaði þeim saman í fat

Skellti svo kryddblöndunni ofan á 

og nuddaði henni svo vel og vandlega á kjúklingaleggina

Skellti svo plasti yfir og setti fatið út á svalir (ekkert pláss
í ískápnum ...) og leyfði að standa þar í ca. 6 klst

Þá var lítið annað að gera en að vígja nýju fínu pönnuna
og skella kjúklingabitunum á heita pönnuna

Verð að viðurkenna að ég hef ekki þolinmæði í svona lagað
næst mun ég einfaldlega skella þeim inn í ofninn og 
leyfa þeim að eldast þar ... tók a.m.k. endalaust 
langan tíma að grilla þá á pönnunni ...

Mangósalat
2 mangó
1 lítill rauðlaukur
2 msk ferskur kóríander
3 msk lime safi
3 msk appelsínusafi
Salt og pipar

2 mangó, tilbúin fyrir aðgerðina

Eigum við eitthvað að ræða hvað mangó eru góð??

Skar kjötið utan af steininum og svo í litla bita 

Rauðlaukinn skar ég sömuleiðis í litla bita 

Mmm... litríkt og fallegt :-)

Kóríander úr eldhúsglugganum, ótrúlega bragðgott!

Enn litríkara :-)

Smá limesafi

Smá appelsínusafi

Smá salt og pipar

Úr varð þetta líka snilldar mangósalat, 
ótrúlega ferskt og gott!

BBQ sósan
2 dl bjór
2 dl tómatsósa
1 dl púðursykur
1 dl edik
6 hvítlauksgeirar
1 msk hunang
1 tsk cumin
1 tsk tabasco sósa
1 tsk chillí duft
1/2 tsk svartur pipar

Bjórinn kominn í pönnuna, svindlaði reyndar hér líka
og notaði einfaldlega pilsner sem einhver hafði 
skilið eftir hjá mér ...

Svo var það tómatsósan ...

Púðursykurinn auðvitað ... 

Hvítlaukur ...

Hunangið ... 

Edikið ...

Tabasco sósan 

Chilli duftið

Svartur pipar ...

Allt saman komið í pönnuna og þá var lítið annað 
að gera en að hræra vel í og láta suðuna koma upp ...

Leyfði þessu að sjóða í ca. 45 mínútur, ekkert lok

Þannig að lokum þá hafði þetta þykknað ágætlega 
og var farið að líta út eins og alvöru bbq sósa :-)

Þetta var allt saman alveg bragðgott, sérstaklega var mangósalatið alveg hrikalega létt og gott, mæli hiklaust með því!  Kjúklingaleggirnir voru alveg góðir líka, eru örugglega betri ef maður leyfir marineringunni að hafa sinn tíma.  Þeir voru þó fjarri því að hvetja mig endilega til að skipta um skoðun gagnvart kjúklingaleggjum ... það vantaði algerlega it-faktorinn = góðir en ekkert spes.  BBQ sósan var sömuleiðis góð, örlítið sterk fannst mömmu og pabba, en besta bbq sósa sem ég hef smakkað (sem segir ekkert sérstaklega mikið reyndar þar sem ég er yfirhöfuð ekkert sérstaklega spennt fyrir grillmat) ... haha, já, þá vitið þið það, fröken matvanda ég tók þó stórt skref og smakkaði allt og fannst jafnvel "allt í lagi" sem er risaskref í rauninni :-)

Meira síðar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mmmmm á pottþétt eftir að prófa mangósalatið. Framandi en kemur örugglega skemmtilega á ávart.
Kv
Halldóra Harðar