Ég hef fengið nokkur komment upp á síðkastið sem mér þykir endalaust vænt um, ótrúlega gaman að vita að e-r er að skoða síðuna og hefur gaman af því :-) Eins líka hef ég verið að fá komment á hvort ég sé ekki orðin akfeit og ég veit ekki hvað og hvað af því að borða þetta allt saman ... sannleikurinn er sá að ég reyni alltaf að elda þannig að ég geti geymt afganginn og tekið með mér í vinnu næsta dag, já eða fryst og svo er ég líka dugleg að bjóða fólki í mat sem svo borðar matinn fyrir mig, sem er besta lausnin :-) Þá hef ég verið spurð um hvernig mér gengur að fá hráefni í þetta allt saman hérna fyrir vestan og vitið þið hvað, það hefur gengið ótrúlega vel! Ég er reyndar líka orðin snillingur í að finna hráefni sem hægt er að nota í stað einhvers sem erfitt er að fá, en svo er það einfaldlega þannig að úrvalið í Samkaup og Bónus er hreinlega til fyrirmyndar, þó auðvitað sé ýmislegt sem stundum þarf að bíða eftir og já, svo eru einhverjar algerar sérvörur (eins og t.d. Kaffir lime leaves) sem fást bara í sérvöruverslunum í Reykjavík, en ég reyni þá bara að fara í þær þegar ég fer suður en yfirleitt eru þetta vörur sem geymast vel og lengi. Sem sagt "hrós" til Samkaups og Bónus á Ísafirði fyrir að vera með gott úrval, svona oftast a.m.k. :-)
Nema hvað, Tófu! Þar sem ég er í "átaki" þá ákvað ég að prófa að gera e-ð hollt og gott svona til tilbreytingar og ákvað þess vegna að prófa tófu uppskrift sem ég hafði haft augastað á lengi. Innihaldsefnin voru hrikalega spennandi: Tófu, sítrónugras, basilíka, hvítlaukur og turmeric ... hljómar vel ekki satt??
Uppskriftin var eftirfarandi:
3 sítrónugrös, fínt skorin
3 msk sojasósa
2 rauð chillí, fínt skorin
2 hvítlauksgeirar
1 tsk turmeric
2 tsk sykur
300 gr tófu, hreinsaði og þurrkað, skorið í munnbita
2 msk matarolía
3 msk jarðhnetur
Slatti af ferskri basilíku
Nema hvað, Tófu! Þar sem ég er í "átaki" þá ákvað ég að prófa að gera e-ð hollt og gott svona til tilbreytingar og ákvað þess vegna að prófa tófu uppskrift sem ég hafði haft augastað á lengi. Innihaldsefnin voru hrikalega spennandi: Tófu, sítrónugras, basilíka, hvítlaukur og turmeric ... hljómar vel ekki satt??
Uppskriftin var eftirfarandi:
3 sítrónugrös, fínt skorin
3 msk sojasósa
2 rauð chillí, fínt skorin
2 hvítlauksgeirar
1 tsk turmeric
2 tsk sykur
300 gr tófu, hreinsaði og þurrkað, skorið í munnbita
2 msk matarolía
3 msk jarðhnetur
Slatti af ferskri basilíku
Sítrónugrasið tilbúið til skurðar
(svona fyrir þá sem vita ekki hvernig þetta lítur út,
því ég vissi það ekki fyrir nokkrum árum)
Sítrónugrasið skorið ...
og sett í skál ...
ásam sojasósunni
Chillí-ið skorið
og bætt í skálina
Hvítlauksrifin gerð tilbúin
og bætt út í skálina ...
Allt saman komið ... nema
... að lokum turmeric-ið sett út í
og örlítill sykur
Öllu blandað saman þangað til sykurinn hefur leysts upp
Tók svo tófúið og skolaði og þurrkaði
Skar svo í bita
og blandaði saman við blönduna í skálinni
Skellti svo plasti yfir og leyfði að marinerast í klukkustund
Skar svo stilkana af basilíkunni
Skellti svo blöndunni á heita pönnu og steikti þangað til
tófúið var farið að brúnast á öllum hliðum
Tók jarðhneturnar og saxaði
Tófú-ið alveg að verða steikt
Bætti svo basilíkuni og hnetunum saman við og
steikti örstutt
Skellti svo á disk og setti smá afgangs basilíku ofan á
Þetta var bragðmikill og góður réttur, hollur og góður auðvitað og já, mæli algerlega með honum - sérstaklega ef þér líkar við tófú og basilíku :-)
Meira síðar.
Ummæli