Rice Krispies kaka

Í tilefni af því að ég var að fara að byrja í ræktinni (byrjaði í dag nb) þá ákvað ég að skella í óhollustu í gær og gerði það með stæl með hvorki meira né minna en 43 sykurpúðum!! :-)

Ég skellti sem sagt í Rice Krispies köku sem var fáránlega einföld og þægileg, fyrir utan að vera alveg hrikalega klístruð ... :-)

Uppskriftin var eftirfarandi:
3 msk smjör
40 sykurpúðar
150 gr súkkulaði
1 msk sykur
12 dl Rice Krispies
~3 msk mjólk
1 msk smjör

Sykurpúðarnir og smjörið sett saman í 
örbylgjuofnhelda skál og inn á örbylgjuofninn í 3 mín

Eftir 2 mínútur tók ég skálina út, þá leit þetta svona út ...

Hrærði þá vel til að blanda smjörinu aðeins saman við
sykurpúðana, en smjörið var auðvitað allt á botninum,
skellti skálinni svo aftur í 1 mínútu inn í örbylgjuna ...

Bætti svo Rice Krispies-inu smátt og smátt saman við

Hrærði vel og vandlega ... 

Setti þetta svo í form sem var ca. 22x33cm og notaði
sleikjuna til að dreifa úr ... athugið að þetta þarf að 
gerast allt sæmilega hratt því sykurpúðarnir verða 
rosalega klístraðir!

Svona leit þetta svo út slétt og fínt :-)

Svo skellti ég í pott súkkulaðinu, örlitlum sykri, smjöri og mjólk

Hitaði svo upp yfir lágum hita og leyfði að bráðna vel 
og blandast vel saman

Hellti þessu svo yfir sykurpúðablönduna ...

Dreifði vel úr og reif niður 3 sykurpúða og dreifði yfir

Kastaði þessu svo út á svalir í ca. 10 mínútur (það var -10°C úti) og voilá, hrikalega góð kaka (svolítið sæt) og sló alveg í gegn hjá tveimur litlum piltum sem komu til að smakka :-)


Nammi nammi namm!

Meira síðar!

Ummæli

Eyrún E sagði…
Mikið ofboðslega er þetta girnilegt:)
Unknown sagði…
Heyrðu prufa þetta!