Þreföld karamellukaka

Í tilefni þess að ég var bauð til meirihlutafundar heima hjá mér varð ég auðvitað að baka eitthvað gott.  Ég fletti í gegnum matarblöð og fleira skemmtilegt til að finna uppskrift og eftir smá vangaveltur ákvað ég að skella í karamelluköku og hún var hvorki meira né minna en á þremur hæðum og með tveimur karamellutegundum.  Hljómar girnilega ekki satt?? Hún hljómaði a.m.k. hrikalega girnilega fyrir karamellugrísinn mig :-)


Uppskriftin var eftirfarandi ...
Kakan
126 gr smjör, við stofuhita
4 dl sykur
4 egg
6 dl hveiti, sigtað
3 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
1 tsk vanilludropar

Fyllingin
126 gr smjör
4 dl ljós púðursykur
1/2 dl mjólk
1 tsk vanilludropar

Kremið
113 gr smjör
2 dl púðursykur
75 ml rjómi, meira ef þarf
500 gr flórsykur
1 tsk vanilludropar

Mýkti smjörið aðeins í örbylgjunni og skar svo í bita,
blandaði svo saman með hrærivélinni

Bætti svo sykrunum saman við og hrærði vel

Jummí!

Þá var að hræra eggjunum saman við ...

Eitt og eitt í einu ...

Þangað til þetta var allt orðið vel blandað saman,
kremað og fínt

Þá var ekkert að gera nema sigta hveitið
og lyftiduftið saman, fyrst helminginn af hveitinu

Svo mjólkin ...

Svo restin af hveitinu ...

Var svo með 3 hringform tilbúin, smurði með matarolíu

Skipti svo deiginu bróðurlega á milli formanna

og notaði sleikju til að jafna deigið út, skellti þeim svo 
í 180°C heitan ofn, blástur í 25 mínútur

Á meðan kökurnar voru að bakast bjó ég til 
karamellufyllinguna ... byrjaði á að bræða smjörið

Bætti svo við púðursykrinum ...

Hrærði reglulega

Svo fór þetta að sjóða vel ... mjög gott ... þykkna,
bætti svo vanilludropunum út í og tók af hitanum

Þá voru botnarnir tilbúnir ...

Tók fyrsta kökubotninn og setti á disk ...

Notaði svo tannstöngul til að pikka mörg göt í botninn

hellti svo hluta af karamellufyllingunni yfir

dreifði aðeins úr með sleikjunni 

Skellti svo botni nr 2 ofan á fyrsta botninn ...

Gerði hér hið sama, gerði fullt af litlum götum með tannstöngli

og hellti svo karamellufyllingu yfir ...

Að lokum síðasti botninn ...

Gerði fullt af litlum götum ...

og hellti restinni af karamellufyllguninni yfir

Mmmm... girnilegt!  Íhugaði lengi vel að borða hana bara svona

En uppskriftin sagði annað og þess vegna var ekkert 
annað að gera að draga aftur fram pönnuna og 
bræða meira smjör ...

Bæta svo púðursykri út á ...

og rjóma ... hræra reglulega í og leyfa suðunni að koma upp

Á meðan tók ég til flórsykurinn og hellti í stóra skál

Hellti svo sykurblöndunni út á flórsykurinn

og hrærði vel og vandlega saman ...

Hellti karamellukreminu svo ofan á kökuna og dreifði
vel og vandlega úr með sleikjunni :-)

Mmm... karamella ... nammi nammi namm!

Þetta var skuggalega góð kaka og ég er ekki frá því að þarna hafi ég eignast nýja uppáhaldsköku (haha, segi ég þetta kannski í hvejru bloggi?)

Hvað um það, mæli með þessari fyrir hvern karamelluaðdáanda sem er, hrikalega góð enda sló hún í gegn á meirihlutafundinum ... varla hægt að gefa betri meðmæli en það :-)

Meira síðar.

Ummæli